05.11.2016 09:32

1031. Magnús NK 72. TFEP.

Magnús NK 72 var smíðaður hjá Lindstöl Skips & Baatbyggeri A/S í Risör í Noregi árið 1967 fyrir Ölver h/f í Neskaupstað. Smíðanúmer 263. 274 brl. 755 ha. Ruston díesel vél. Kom fyrst til heimahafnar sinnar, Neskaupstaðar 19 mars sama ár. Skipið var endurmælt í september 1970 og mældist þá 222 brl. Yfirbyggt árið 1977, mældist þá 252 brl. Ný vél (1981) 1.066 ha. Bergen díesel vél, 784 Kw. Skipið var selt 11 mars 1988, Þorbirni h/f í Grindavík, hét Hrafn Sveinbjarnarson lll GK 11. Selt 11 október 1988, Siglubergi h/f í Grindavík, hét Valaberg GK 399. Selt 16 febrúar 1989, Bergi h/f í Vestmannaeyjum, hét Bergur VE 44. Árið 1997 var skipið lengt og því breytt, mælist þá 484 brl. Skipið var lengt árið 2000, mældist þá 574 brl. Ný vél (2000) 5.032 ha. Caterpillar díesel vél, 3.700 Kw. Árið 2005 var nafni skipsins breytt, hét þá Álsey VE 2. Árið 2007 var nafni skipsins breytt, hét þá Álsey ll VE 24. Selt sama ár, Ísfélagi Vestmannaeyja h/f, hét Carpe Diem HF 32. Árið 2009 er skipið skráð í eigu Hosma h/f í Hafnarfirði. Selt árið 2011, Bp Skip Afríka ehf í Reykjavík, hét Alpha HF 32. Árið 2014 er skipið í eigu Hákarls ehf í Hafnarfirði. Skipið var selt úr landi í mars árið 2015.

Magnús NK 72 með fyrsta loðnufarminn í hina nýju Loðnuverksmiðju SVN í Neskaupstað 12 febrúar árið 1976.                                                                             (C) Guðmundur Sveinsson.

Magnús NK 72 á landleið með fullfermi.                                                    Ljósmyndari óþekktur. 


Magnús NK 72 í Leirvík á Hjaltlandseyjum.                            (C) J.A. Hugson. Shetland Museum.


Magnús NK 72. Búið að byggja yfir skipið.                                           (C) Gunnar Þorsteinsson.


Alpha HF 32 við bryggju á Akureyri.                                      (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.

                 Magnús NK 72

Hið nýja skip Ölvers Guðmundssonar, Magnús NK 72, kom hingað 19. marz. Hafði skipið hreppt versta veður á heimsiglingunni og reyndist vel. Skipið var smíðað í Risör í Noregi og er 274 tonn að stærð. Áðalvélin er 750 ha. Lister. Hjálparvélar eru 2, báðar Lister, önnur 60 og hin 20 ha. Er önnur þeirra undir hvalbak. Ganghraði var tæpar 12 mílur í reynsluför. Í skipinu eru 16 rúm í 10 klefum og eru íbúðir allar aftur í skipinu. Skipstjóri á Magnúsi er Jón Ölversson, stýrimaður Hjörtur Árnason, 1. vélstjóri Jón Stefánsson og 2. vélstjóri Sigurður Guðnason. Magnús er þegar farinn á þorskveiðar með nót.

Austurland. 31 mars 1967.

           Loðna fryst í Neskaupstað

Magnús NK varð fyrst skipa til þess að koma með loðnu til Neskaupstaðar eftir að nýja bræðslan hóf móttöku. 78 tonn af aflanum voru tekin til frystingar. Einnig voru tekin 50 tonn úr Sveini Sveinbjörnssyni til frystingar. Fram að þessu hefur loðnan ekki verið frystingarhæf, en nú má búast við að skriður komist á frystinguna. 10 þús. tonn af frystri loðnu hafa verið seld til Japan af framleiðslu þessa árs.

Austurland. 13 febrúar 1976.

Flettingar í dag: 116
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 434
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 1074928
Samtals gestir: 77549
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 05:05:31