Hafborg MB 76 var smíðuð hjá Skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1944 fyrir Hlutafélagið Grím í Borgarnesi. Eik. 92 brl. 240 ha. Lister díesel vél. Skipið var endurmælt árið 1947, mældist þá 101 brl. Selt 16 desember 1952, Rún h/f í Bolungarvík, hét Heiðrún ÍS 4. Ný vél (1956) 360 ha. Lister díesel vél. Selt 18 júní 1968, Jóni Magnússyni á Patreksfirði og Hjalta Gíslasyni í Reykjavík, skipið hét Vestri BA 3. Selt 5 febrúar 1972, Árna Sigurðssyni og Reyni Ölverssyni í Keflavík, skipið hét Sólfell GK 62. Talið ónýtt og tekið af skrá 18 desember árið 1973.
Hafborg MB 76 við bryggju á Siglufirði. (C) Sigurgeir B Halldórsson.
Hafborg MB 76 á síldveiðum. (C) Sigurgeir B Halldórsson.
Hafborg
MB 76
Þann 5. maí síðastliðinn var lokið við smíði á nýju skipi í
Skipasmíðastöð KEA á Akureyri. Skip þetta heitir Hafborg og hefur
einkennisstafina M. B. 76. Yfirumsjón með smíði þess hafði Gunnar Jónsson
skipasmiður. Hafborg er 92 rúml. brúttó og hefur 320 hestafla Lister-Dieselvél,
en auk þess hefur það 8 hestafla hjálparvél sömu tegundar. Olíugeymar rúma um
10 smálestir. Fullhlaðið ber skip þetta, auk fullra olíugeyma, 73 smál. af
fiski og 17,5 smál af ís. Eigandi Hafborgar er h/f Grímur í Borgarnesi. Skipstjóri
á henni er Kristján Pétursson, er lengi hefur verið stýrimaður á v /s Eldborg,
sem er eign sama félags.
Ægir. 1 ágúst 1944.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.