07.11.2016 09:08

B. v. Norðlendingur ÓF 4. TFLE.

Norðlendingur ÓF 4 var smíðaður hjá John Lewis & Sons Ltd í Aberdeen í Skotlandi árið 1948. Smíðanúmer 207. 660 brl. 1.000 ha. 3 þennslu gufuvél. Hét fyrst Bjarnarey VE 11 og var í eigu Bæjarútgerðar Vestmannaeyja og kom til heimahafnar í fyrsta sinn 14 mars 1948. 7 febrúar árið 1953 fór fram nafnbreyting á skipinu, hét þá Vilborg Herjólfsdóttir VE 11. Skipið var selt 26 mars 1955, Norðlendingi h/f sem var sameignarfélag þriggja sveitarfélaga, þ.e. Ólafsfjarðar, Sauðárkróks og Húsavíkur. Skipið hét Norðlendingur ÓF 4. Selt 12 september 1962, Útgerðarfélagi Akureyringa h/f á Akureyri, hét Hrímbakur EA 5. Skipið var selt til niðurrifs og tekið af skrá 2 febrúar árið 1970.


Norðlendingur ÓF 4 við bryggju á Sauðárkróki.                        (C) Héraðsskjalasafn Skagfirðinga.


Norðlendingur ÓF 4 við Torfunefsbryggju á Akureyri.                           (C) Minjasafnið á Akureyri.


Norðlendingur ÓF 4 við Torfunefsbryggjuna á Akureyri.                          (C) Minjasafnið á Akureyri.


Hrímbakur EA 5. Orðið stutt í endalokin.                                                      Ljósmyndari óþekktur.


Bjarnarey VE 11.                                                                                         (C) George Wisemann.


   Bjarnarey, nýr togari til Vestmannaeyja

Vestmannaeyingar hafa nú fengið annan nýsköpunartogara, Bjarnarey. Kom skipið til Eyja aðfaranótt sunnudags s.l. Klukkan 10 f. h. fór fram móttökuhátíð og hjeldu ræður við það tækifæri Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri, Einar Sigurðsson og Páll Þorbjörnsson. Lúðraflokkur Ijek og söngflokkur söng við það tækifæri. Um kvöldið var svo alment hóf í samkomuhúsinu. Bjarnarey er af sömu gerð og fyrri togari Vestmannaeyinga, Elliðaey, bygður í Aberdeen. Skipstjóri er Guðvarður Vilmundsson. Eigandi skipsins er Bæjarútgerð Vestmannaeyja.

Morgunblaðið. 17 mars 1948.



Flettingar í dag: 116
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 434
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 1074928
Samtals gestir: 77549
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 05:05:31