08.11.2016 12:05

104. Hrafnkell NK 100. TFXR.

Hrafnkell NK 100 var smíðaður í Spillersboda í Svíþjóð árið 1946. Eik. 91 brl. 260 ha. Polar díesel vél. Eigandi var Ríkissjóður Íslands frá 9 desember 1946. Skipið var selt 19 mars árið 1949, Hrafnkeli h/f í Neskaupstað. Ný vél (1958) 450 ha. Lister díesel vél. Skipið var endurmælt 1963, mældist þá 102 brl. Selt 29 ágúst 1963, Hauki Guðmundssyni og Hafsteini Sigurjónssyni á Seyðisfirði, hét Skálaberg NS 2. Skipið var endurmælt í febrúar 1968, mældist þá 90 brl. Skipið var selt árið 1968, Eldeyju h/f í Keflavík. Selt 5 febrúar 1971, Helga Bergvinssyni, Leu Sigurðardóttur og Viktori B Helgasyni í Vestmannaeyjum, hét Stígandi VE 77. Ný vél (1976) 620 ha. Gummins vél. Selt 31 desember 1976, Hallgrími Garðarssyni í Vestmannaeyjum, hét Sæþór Árni VE 34. Talið ónýtt og tekið af skrá 12 október 1981. Skipinu var svo sökkt í Halldórsgjá, norðvestur af Stóra Erni við Vestmannaeyjar.

 
Hrafnkell NK 100.                                                                                       Ljósmyndari óþekktur.
 
Reknetasíld söltuð um borð í Hrafnkeli NK á Húnaflóa árið 1956.                     Ljósmyndari óþekktur.
 

             VETRARVERTÍÐIN 1960
                    Neskaupstaður

Óvenjumargir bátar koma í skýrsluna fyrir Neskaupstað að þessu sinni, sem stafar af því, að fleiri bátar en áður lögðu meiri hluta afla síns þar á land; flestir þeirra, einkum handfærabátar, lögðu einnig töluvert fiskmagn á land annars staðar. Eins og lesendum Ægis mun vera kunnugt, eru bátarnir ávallt taldir til þeirrar verstöðvar, sem þeir leggja meirihluta afla síns á land, og þá að sjáfsögðu einnig með þann hluta aflans, sem landað er annars staðar. Af þessum sökum er venjulega einhver munur á því aflamagni, sem berst á land í ákveðinni verstöð og því sem birtist í bátaskýrslunum. Að þessu sinni lönduðu 17 bátar auk opinna báta afla sínum í Neskaupstað samtals 1.919 lestum; afli opinna báta o. fl. var 170 lestir. Landanir voru alls 653, en flestir bátarnir voru að meira eða minna leyti í útilegu. Aflahæsti báturinn var Hrafnkell NK 100 með 482 lestir í 27 löndunum. Báturinn stundaði veiðar, bæði með línu og netjum. Skipstjóri er Þórlindur Magnússon.

Ægir. 13 tbl. 15 júlí 1960.

Flettingar í dag: 116
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 434
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 1074928
Samtals gestir: 77549
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 05:05:31