09.11.2016 10:41
Jarlinn GK 272. LCDG. / TFQE.
Línuveiðarinn
"Jarlinn" ferst.
Talið er nú fullvíst, að línuveiðarinn "Jarlinn" hafi
farizt með allri áhöfn á heimleið frá Englandi. "Jarlinn fór með ísfiskfarm frá
Ísafirði 21. ágúst áleiðis til Englands. Á leiðinni út kom hann við í
Vestmannaeyjnm og hélt af stað þaðan 23. ágúst. Þann 1. sept. seldi hann afla
sinn í Fleetwood, og hélt þaðan af stað heimleiðis miðvikudaginn 3. sepl., og
ætlaði þá beina leið til Vestmannaeyja. Síð- an hefur ekkert af skipinu spurzt
né áhöfn þess, og sennilegt er, að eigi þurfi að vænta fregna af því, með
hverjum hætti skipið hefur farizt. "Jarlinn" var keyptur hingað til
landsins árið 1925. Hann var 190 rúml. brúttó, með 250 hestafla gufuvél, og því
einn með stærstu hérlendum línuveiðurum. Eigandi skipsins var sameignarfélagið
"Jarlinn", eða Óskar Halldórsson og börn hans. Einn eigandinn, Theódór,
sonur Óskars, var með skipinu. Með "Jarlinum" fórust þessir menn: Jóhannes
Jónsson, skipstjóri, Öldugötu 4, Reykjavík. Fæddur 22 apríl 1877. Ókvæntur.
Guðmundur Mátthíasson Thordarson, stýrimaður. búsettur í Kaupmannahöfn, en var
staddur í Englandi, þegar Danmörk var hertekin. Fæddur í Reykjavík 26. janúar
1904, Kvæntur og lætur eftir sig 1 barn. Eyjólfur Björnsson, 1. vélstjóri,
óðalsbóndi í Laxnesi í Mosfellssveit. Fæddur 23. febr. 1883. Kvæntur og átti 3
börn. Jóhann Sigurjónsson, 2 vélstjóri, Siglufirði. Fæddur 12. febr. 1897.
Kvæntur. Átti 2 börn og 1 fósturbarn. Sigurður Gíslason, kyndari, Óðinsgötu 16,
Rvík. Fæddur 21. jan. 1915. Ekkjumaður. Átti 2 börn. Dúi Guðmundsson, kyndari,
Siglufirði. Fæddur 1. febrúar 1901. Ókvæntur. Átti 1 barn og aldraða foreldra.
Halldór Björnsson, matsveinn, Ingólfsstr. 21, Rvík. Fæddur 13. ágúst 1911.
Ókvæntur. Konráð Ásgeirsson, háseti, Bolungavík. Fæddur 22. júlí 1912.
Ókvæntur. Ragnar Guðmundsson, háseti, Gufá, Mýrasýslu. Fæddur 13. ágúst 1911.
Ókvæntur. Sveinbjörn Jóelsson, háseti, Skólavörðustíg 15, Reykjavík. Fæddur 23.
nóvember 1923. Ókvæntur. Theódór Óskarsson, háseti, Ingólfsstræti 21,
Reykjavik. Fæddur 22. febrúar 1918. Ókvæntur.
Tímaritið Ægir. September 1941.