10.11.2016 11:41

Palmen RE 14. LBSK.

Kútter Palmen var smíðaður í Goole á Englandi árið 1873. Eik og fura. 69 brl. Eigendur voru Jes Zimsen, Björn Guðmundsson og Þorsteinn Guðmundsson í Reykjavík frá 20 júlí 1898. Þeir keyptu skipið frá Mandal í Noregi. Skipstjóri var Jón Þórðarson frá Gróttu. Skipið var selt 27 apríl 1905, Benedikt Stefánssyni í Ólafsvík. Selt 10 mars árið 1908, Guðjóni Pjeturssyni, Vorhúsum, Gullbringu og Kjósarsýslu. Engar frekari upplýsingar að finna um kútter Palmen.


Kútter Palmen. Skipið gæti verið á Ísafirði.                                     (C) Handel & Söfart museets.dk


Palmen F 49. Fékk síðar skráningarnúmerið RE 14.                                      Mynd úr Skútuöldinni.


        Jón Þórðarson skipstjóri frá Gróttu.

Það var í lok vetrarvertíðar árið 1899, að kútter Palmen sigldi inn á heimahöfn sína, Reykjavík. Slíkur atburður hefði ekki þótt neinum tíðindum sæta á sjálfri skútuöldinni, ef ekki hefði staðið sérstaklega á um komu skipsins. Sjálfur skipstjórinn, Jón Þórðarson frá Gróttu, hafði andazt skyndilega á hafi úti í blóma lífsins, aðeins fertugur að aldri, og lá nú liðið lík í káetu sinni.

Þessar línur hér að ofan eru úr minningargrein um Jón Otta Jónsson 1893-1973, skipstjóra sem birtist í sjómannablaðinu Víkingi í ágúst árið 1973, en Jón skipstjóri frá Gróttu var faðir hans.

Flettingar í dag: 112
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 434
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 1074924
Samtals gestir: 77549
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 04:43:47