10.11.2016 11:41
Palmen RE 14. LBSK.
Jón
Þórðarson skipstjóri frá Gróttu.
Það var í lok vetrarvertíðar árið 1899, að kútter Palmen
sigldi inn á heimahöfn sína, Reykjavík. Slíkur atburður hefði ekki þótt neinum
tíðindum sæta á sjálfri skútuöldinni, ef ekki hefði staðið sérstaklega á um
komu skipsins. Sjálfur skipstjórinn, Jón Þórðarson frá Gróttu, hafði andazt
skyndilega á hafi úti í blóma lífsins, aðeins fertugur að aldri, og lá nú liðið
lík í káetu sinni.
Þessar línur hér að ofan eru úr minningargrein um Jón Otta Jónsson 1893-1973,
skipstjóra sem birtist í sjómannablaðinu Víkingi í ágúst árið 1973, en Jón
skipstjóri frá Gróttu var faðir hans.