12.11.2016 08:03

L. v. Freyja RE 38. LBHF / TFOE.

Línuveiðarinn Freyja RE 38 var smíðuð í Kristiansand í Noregi árið 1901. Stál. 67 brl. 80 ha. 2 þennslu gufuvél. 24,46 x 4,90 x 2,57 m. Fyrstu eigendur voru Jón Jónsson og Sigurd Mikkelsen í Vestmannaeyjum frá 27 ágúst árið 1929, skipið hét Havörnen VE 290. Skipið var leigt til sjómælinga sumarið 1930. Skipið var selt 23 mars 1932, Samvinnufélaginu Haferninum í Hafnarfirði. Selt 24 október sama ár, Fiskveiðafélaginu Freyju í Reykjavík, hét Freyja RE 38. Ný vél (1943) 132 ha. Kelvin díesel vél. Skipið var endurmælt sama ár, mældist þá 71 brl. Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá 1 júní árið 1948.

 
Freyja RE 38 á landleið með nótabátinn í togi.                                              Ljósmyndari óþekktur.

                            Gufubáturinn „Havörnen“


17. sept. kom til Reykjavíkur gufubáturinn »Havörnen«. Bát þennan hefir Jón í Hlíð í Vestmannaeyjum keypt í Noregi, og er hann smíðaður 1901 og er talinn 71 br. smál. að stærð.

Ægir. 9 tbl. 1 september 1929.

 
Haförninn VE 290.                                                                                  (C) Gissur Ó Erlingsson.
 
 

       Havörnen við sjómælingar sumarið 1930

"Árin 1929 og 1930 hefur verið unnið að sjómælingum við strendur Íslands undir umsjón Friðriks V. Ólafssonar skipstjóra, og var til þess leigður gufubáturinn "Haförninn". Voru í þessu skyni reistar vörður fyrri siglingaleiðirnar og hnattstaða þeirra ákveðin. Árið 1930 var undir stjórn Kaptajnlojtnant H. Madsen byrjað á að undirbúa fyrir sjómælingar á stóru óuppmældu svæði fyrir Norður-Ströndum, sem einu máli er nefnt Strandabrekar. Var allan júlímánuð unnið að mælingum á landi og vörðubyggingum á svæðinu frá Reykjarfirði syðra og norður fyrir Smiðjuvík. Í ágústmánuði var svo mæld og afmörkuð leið inn á Kollafjörð við Steingrímsfjörð, en vegna óhagstæðrar veðráttu fyrir norðan land náðist eigi að gera meira á þessum slóðum."
"Haförninn" var lítill línuveiðari, 70,81 tonn að rúmmáli skv. mælingabréfi, svo sem tekið er fram í skipshafnarskrá, og knúinn tveggja strokka gufuvél. Ketillinn var kolakyntur með tveimur eldhólfum sem sneru að vélarrúminu, enda önnuðust vélstjórarnir kyndinguna, svo sem almennt tíðkaðist á svo litlum skipum.

Sjómælingar á Húnaflóa sumarið 1930.
Víkingur. 2 tbl. 1 júní 1996.

 
 
Flettingar í dag: 116
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 434
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 1074928
Samtals gestir: 77549
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 05:05:31