16.11.2016 11:16

800. Andey EA 81. TFVP.

Andey EA 81 var smíðuð í Skredsvik í Svíþjóð árið 1946. Eik. 85 brl. 215 ha. Polar díesel vél. Eigandi var Útgerðarfélagið Andey í Hrísey frá 21 október 1946. Skipið var selt 15 febrúar 1950, Arnoddi Gunnlaugssyni í Vestmannaeyjum, hét Suðurey VE 20. Ný vél (1957) 390 ha. MWM díesel vél. Selt 20 nóvember 1976, Ísak Valdimarssyni í Neskaupstað, skipið hét Suðurey NK 37. Skipið var talið ónýtt og því sökkt í Norðfjarðarflóa 29 nóvember árið 1979.


Andey EA 81 með fullfermi síldar og bíður löndunar.                                (C) Sigurgeir B Halldórsson.


Suðurey VE 20 í innsiglingunni til Vestmannaeyja.                                          Mynd úr Íslensk skip.
Flettingar í dag: 1386
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 2893
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 1359074
Samtals gestir: 88707
Tölur uppfærðar: 4.7.2025 06:57:50