20.11.2016 09:20
1016. Sigurbjörg ÓF 1. TFDH.
Sigurbjörg ÓF 1 var smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri árið 1966 fyrir Magnús Gamalíelsson útgerðarmann á Ólafsfirði. Stál. 346 brl. 960 ha. MWM díesel vél. Skipið var endurmælt í mars 1970 og mældist þá 278 brl. 29 desember 1978 var umdæmisstöfum skipsins breytt í ÓF 30. Skipið var selt 17 júlí 1979, Blakk h/f á Patreksfirði, hét Pálmi BA 30. Selt 12 október 1983, Drift h/f í Neskaupstað (Garðar Lárusson útgerðarmaður), skipið hét Fylkir NK 102. Selt 30 maí 1984, Meleyri h/f á Hvammstanga, hét Sigurður Pálmason HU 333. Frá 4 júlí 1991 hét skipið Erling KE 140. Selt 3 október 1991, Samherja h/f á Akureyri, sama nafn og númer. Selt 31 janúar 1992, Saltveri h/f í Keflavík. Frá 4 desember 1994 hét skipið Keilir KE 140. Selt úr landi og tekið af skrá 20 febrúar árið 1995. Sigurbjörgin var stærsta stálskip sem þá hafði verið smíðað hérlendis.
Sigurbjörg ÓF 1. (C) Sveinn Magnússon.
Sigurbjörg ÓF 1 við bryggju á Ólafsfirði. (C) Sveinn Magnússon.
Pálmi BA 30 á sundunum við Reykjavík. (C) Snorri Snorrason.
Fylkir NK 102 á útleið frá Neskaupstað. (C) Gunnar Þorsteinsson.
Sigurbjörg ÓF 1. Líkan. Ljósmyndari óþekktur.
Samið um smíði skipsins
Þegar Magnús Gamalíelsson, útgerðarmaður í Ólafsfirði bar saman ráð sín við Jón G Sólnes bankastjóra landsbankans á Akureyri um hugsanleg kaup á nýju fiskiskipi. Þá tók Jón vel undir málaleitan Magnúsar, en varpaði því fram umhugsunarlaust hvort ekki væri möguleiki á að láta smíða slíkt skip á Akureyri. Magnús hringdi síðan samdægurs í Skapta í Slippstöðinni og spurði um möguleika á því að þeir smíðuðu fyrir sig 300 til 400 tonna stálskip.
Skapti sagðist geta svarað því innan tíðar. Varð það líka orð að sönnu, því skammt var um liðið þegar Skapti tilkynnti Magnúsi að Slippstöðin væri til þess búin að taka verkið að sér. Samningur um skipasmíði þessa var undirritaður 18 janúar 1965.
Var um að ræða 346 lesta stálskip, hið langstærsta þeirra gerðar er þá hafði verið til smíða hérlendis. Auðvitað þurfti mikla dirfsku til að ráðast í þetta verk því öll aðstaða var frumleg. En þetta tókst og skipinu var hleypt af stokkunum 15 febrúar 1966 og gefið nafnið Sigurbjörg ÓF 1.
Kampavín freyddi ekki um stefni hins nýja skips við skírnarathöfnina, heldur sjór af Grímseyjarsundi, sem tekin var af skipverjum Guðbjargar ÓF 3, tæplega 100 lesta stálbát sem Magnús átti einnig og keypti til Ólafsfjarðar nýsmíðaðan frá Noregi. Vakti atburður sá mikla athygli.
Sveinn Magnússon. Skipagrunnur Ólafsfirði.
Var um að ræða 346 lesta stálskip, hið langstærsta þeirra gerðar er þá hafði verið til smíða hérlendis. Auðvitað þurfti mikla dirfsku til að ráðast í þetta verk því öll aðstaða var frumleg. En þetta tókst og skipinu var hleypt af stokkunum 15 febrúar 1966 og gefið nafnið Sigurbjörg ÓF 1.
Kampavín freyddi ekki um stefni hins nýja skips við skírnarathöfnina, heldur sjór af Grímseyjarsundi, sem tekin var af skipverjum Guðbjargar ÓF 3, tæplega 100 lesta stálbát sem Magnús átti einnig og keypti til Ólafsfjarðar nýsmíðaðan frá Noregi. Vakti atburður sá mikla athygli.
Sveinn Magnússon. Skipagrunnur Ólafsfirði.
Sigurbjörg
ÓF 1 afhent
Stærsta skip
smíðað hérlendis
Á laugardaginn var sigldi stálskipið Sigurbjörg ÓF 1,
stærsta skip, sem smíðað hefur verið hér á landi, frá bryggju á Akureyri og til
heimahafnar sinnar, Ólafsfjarðar, þar afhenti Skafti Áskelsson, forstjóri
Slippstöðvarinnar á Akureyri, sem smíðað hefur skipið, það eiganda þess og
útgerðarmanni, Magnús Gamalíelssyni. Var það hátíðleg athöfn og talið að
meirihluti Ólafsfirðinga hafi verið viðstaddur ásamt mörgum starfsmönnum
Slippstöðvarinnar, sem fóru með skipinu til Ólafsfjarðar. Þegar skipið kom til
Ólafsfjarðar blöktu fánar þar hvarvetna, borði hafði verið strengdur yfir
hafnargarðinn með áletruninni "Velkomin Sigurbjörg," Lúðrasveit
Ólafsfjarðar lék er skipið lagðist að bryggju, en sóknarpresturinn, Ingþór
Indriðason, flutti ávarp og bæn. Því næst afhenti Skafti skipið með ræðu, en
Ásgrímur Hartmannsson, bæjarstjóri, bauð það velkomið og ræddi þýðingu þess
fyrir atvinnulíf á staðnum. Þá talaði Magnús Gamalíelsson, veitti skipinu
móttöku og þakkaði árnaðaróskir. Ennfremur talaði Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri,
og loks söng Karlakór Ólafsfjarðar. Að þessari athöfn lokinni bauð eigandi
skipsins öllum viðstöddum til kaffidrykkju í Tjarnarborg. Sigurbjörg ÓF 1 er
fyrsta stálskipið, sem byggt er í Slippstöðinni á Akureyri og jafnframt það
stærsta, sem byggt hefur verið hér á landi, 346 lestir. Það er glæsilegt útlits
og talið vandað að öllum frágangi. Teikningu að skipinu gerði Hjálmar R.
Bárðarson skipaskoðunarstjóri. Það er að sjálfsögðu búið öllum nýjustu og
fullkomnustu tækjum til fiskveiða. Aðalvél þess er 950 ha Mannheim, og
ganghraði í reynsluferð var 12.5 sjómílur.
Að lokum skal þess getið, er fram kom við afhendingu þessa fyrsta stálskips frá Slippstöðinni, að þar eru næg verkefni framundan. Samið hefur verið um smíði tveggja 480 tonna skipa. Verður það fyrra byggt fyrir Eldborg h.f. í Hafnarfirði, en hið síðara fyrir Sæmund Þórðarson skipstjóra á Þórði Jónassyni. Þessa dagana er verið að reisa feiknastórt hús, svo að framvegis verði hægt að vinna að skipasmíðinni innanhúss og veður þurfi ekki að tefja framkvæmdir. Þetta hús verður 89 m langt, 25 m breitt og 22 m hátt. Verður þar hægt að byggja mun stærri skip en þau, sem nú hefur verið samið um smíði á. Hjá Slippstöðinni vinna nú um 130 manns, þannig að hún er orðin eitt stærsta atvinnufyrirtæki bæjarins, og með betri og stærri dráttarbraut, sem nú er í undirbúningi, eru enn vonir um meiri verkefni og vaxandi rekstur.
Að lokum skal þess getið, er fram kom við afhendingu þessa fyrsta stálskips frá Slippstöðinni, að þar eru næg verkefni framundan. Samið hefur verið um smíði tveggja 480 tonna skipa. Verður það fyrra byggt fyrir Eldborg h.f. í Hafnarfirði, en hið síðara fyrir Sæmund Þórðarson skipstjóra á Þórði Jónassyni. Þessa dagana er verið að reisa feiknastórt hús, svo að framvegis verði hægt að vinna að skipasmíðinni innanhúss og veður þurfi ekki að tefja framkvæmdir. Þetta hús verður 89 m langt, 25 m breitt og 22 m hátt. Verður þar hægt að byggja mun stærri skip en þau, sem nú hefur verið samið um smíði á. Hjá Slippstöðinni vinna nú um 130 manns, þannig að hún er orðin eitt stærsta atvinnufyrirtæki bæjarins, og með betri og stærri dráttarbraut, sem nú er í undirbúningi, eru enn vonir um meiri verkefni og vaxandi rekstur.
Verkamaðurinn. 19 ágúst 1966.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074576
Samtals gestir: 77502
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 15:33:08