22.11.2016 11:48
1188. Sæbjörg BA 59.
Til stendur að gera upp bátinn Sæbjörgu BA 59. Hafnarstjórn
Vesturbyggðar hefur fallist á að fella niður hafnargjöld fyrir Sæbjörgu í eitt
ár svo fremi sem endurgerð bátsins hefjist á þessu ári. Var það gert að ósk
Félags áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar. Sæbjörg BA var afskráð 2008 og er
ætlunin að það verði gert að safngripi. Skipið var smíðað árið 1971.
Þetta er stórmerkilegt skip sem smíðað var í
Bátalóni í Hafnarfirði og fór skömmu seinna sem sýningarbátur á
sjávarútvegssýningu sem þá var haldin. Var henni þá stillt fyrir utan
Laugardalshöllina," segir Eggert Björnsson forvígismaður áhugamannafélagsins.
Hann segir skipið vera afar vandaða útgáfu af skipi af þessu tagi. "Það var
mikið til af þessum 12 tonna bátum en nú eru bara örfáir eftir. Sæbjörginni
hefur alltaf verið haldið vel við þar til fyrir sex árum þegar hún var látin
drabbast niður. Hún er samt í upprunalegu standi og ekkert búið að fikta við
hana.
Hann segir félagið stefna að því að byrja á því
að mála skipið í haust. Við vonumst til að geta byrjað á því að gera hana fína
að utan, en við sjáum hversu mikið við getum gert því alltaf er það jú spurning
um peninga.
Vísir.is 21 ágúst 2012.