23.11.2016 10:10
B. v. Gylfi BA 16. TFKJ.
Gylfi BA 16 var smíðaður hjá Goole S.B.& Repg. Co. Ltd í Goole á Englandi árið 1952 fyrir Vörð h/f á Patreksfirði. 696 brl. 1.332 ha. Ruston díesel vél. 6 maí árið 1952, í fyrstu eða annari veiðiferð skipsins, kom upp mikill eldur í skipinu og var það hætt komið. Togarinn Fylkir RE 161 tók Gylfa í tog, fyrst inn á Dritvík á Snæfellsnesi og síðan til Reykjavíkur og til stóð að sökkva togaranum inn á Eiðsvíkinni til að slökkva eldinn, en til þess kom þó ekki. Í apríl 1969 var Ríkisábyrgðasjóður eigandi skipsins, hét þá Haukanes GK 3. Selt 22 apríl 1969, Haraldi Jónssyni og Jóni Hafdal í Hafnarfirði. Togarinn var seldur í brotajárn til Danmerkur 23 ágúst árið 1973.
74. Gylfi BA 16. Sigurgeir B Halldórsson.
Haukanes GK 3. Ljósmyndari óþekktur.
Haukanes GK 3 slitnaði upp í ofsaveðri í mars 1973 og rak upp í fjöru við Hafnargötuna í Hafnarfirði. Þegar þarna var komið var stutt í endalokin. (C) Sæmundur Þórðarson.
Gylfi BA eftir brunann. (C) Morgunblaðið.
Gylfa var
bjargað stórskemmdum til hafnar í gær
Togarinn Fylkir, sem fór Patreksfjarðartogaranum Gylfa til
hjálpar í fyrrakvöld, er eldur kom upp í honum, kom hingað á ytri höfnina í
Reykjavík Iaust eftir hádegi í gær. Þá logaði enn í Gylfa og nokkuð rauk úr
honum. Við minni Kollafjarðar kom dráttarbáturinn Magni til móts við skipin, og
voru 10 brunaverðir um borð í honum með nauðsynlegan stökkviútbúnað.
Slökkvistarfið gekk greiðlega, og kl. 6 í gærkvöldi var Gylfa Iagt að hlið
síldarbræðsluskipsins Hærings. Var björgun togarans þar með að fullu lokið, en
hann hefur orðið fyrir gífurlegum skemmdum, sem kosta mun milljónir króna að
bæta. Yfirbygging skipsins er því nær öll ónýt, og í vélarrúmi hafa orðið
miklar skemmdir, og víðar. Skrokkur skipsins hefur þó ekki orðið fyrir neinum
sjáanlegum skemmdum af völdum eldsins. Við Iauslega athugun má ætla það 6
mánaða verk að bæta tjónið.
Eldsupptök munu hafa orðið út frá röri, sem einhverra orsaka vegna ofhitnaði og kveikti í netageymslunni, en hún var öll tjörguð að innan. Það er ömurleg sjón að sjá hvernig þetta glæsilega skip hefur farið í brunanum. Það er talið mikið lán, að skipið skyldi ekki springa í loft upp, eða koma að því leki við að plötur myndu beyglast vegna hins ofsalega hita frá bálinu. Og þegar þess er gætt, að nokkrar sprengingar urðu í olíugeymi í gærmorgun. Þá sást, frá Fylki hvar reykbólstrar þeyttust hátt í loft upp, og eldsúlur jafnháar siglutrjánum stóðu upp úr brúnni. Þá töldu þeir á Fylki litlar vonir á því, að takast myndi að bjarga skipinu til hafnar. Í kjölfar sprenginganna jókst eldurinn mjög í brúnni og yfirbyggingunni miðskips. Brúin, sem er úr aluminium hefur molnað niður við hitann eða hann brætt hana líkt og smjör á heitri pönnu. Þegar björgunarskipið Sæbjörg kom á vettvang til að vera til taks, ef á þyrfti að halda, stóð brúin í björtu báli. Þegar komið var fram að hádegi fór eldurinn minnkandi, enda mun þá allt tréverk hafa verið brunnið. Þegar Magni lagðist upp að hlið Gylfa og brunaverðirnir fóru með slöngur yfir í skipið, rauk allmikið úr því miðskips og eldur logaði á þilfarinu meðfram yfirbyggingunni. Á þilfari var fiskur í stíum, og þangað hafði eldurinn ekki náð er slökkvistarfið hófst. Það hafði verið ákveðið að ef mikill eldur væri í skipinu, ætti að draga það inn á Eiðisvík og renna því þar upp í sandinn til að auðvelda slökkvistarfið. Eins var um það rætt að sökkva Gylfa þar á víkinni, ef með þyrfti. En slökkvíliðsmennirnir höfðu ekki verið lengi að verki með hinn ágæta útbúnað sinn, er sýnt var að ekki myndi þurfa að grípa til slíkra ráðstafana. Gekk þeim svo greiðlega, að eftir 3 klst. taldi Jón Sigurðsson, slökkviliðsstjóri, að óhætt væri að draga togarann inn á höfn. Það, sem einkum er áberandi þegar skemmdirnar á Gylfa eru skoðaðar, er brúin. Hún er að mestu brunnin og svo það, hve yfirbyggingin öll er dælduð vegna hins ofsalega hita. Allt aftur í matsal er eyðilagt í yfirbyggingu. En eldurinn hefir ekki komizt í káetuna. Svo virðist sem eldur hafi leikið um allt vélarrúmið og eyðilagt þar raflagnir og fjölmargar hjálparvélar, og mun einnig hafa valdið skemmdum á aðalvél, þó er ekki vitað hve alvarlegar þær eru. Sprunga er og í "keisnum". Aftan til stjórnborðsmegin hafa orðið skemmdir á þilfarinu. Hætt er við, að einhverjar fleiri skemmdir hafi orðið, sem ekki verða séðar nú.
En byrjað verður strax í dag að hreinsa skipið. Er tíðindamaður Mbl. ræddi við skipsmenn á Gylfa um borð í Fylki í gær, kom í ljós, að í frásögn blaðsins í gær var í öllum aðalatriðum rétt skýrt frá því, sem gerðist í Gylfa er eldurinn kom upp. En þar að í nokkrum hluta upplags blaðsins var ekki skýrt frá brunanum, þykir rétt að rekja atburðarásina að nokkru upp aftur, með þeim viðbótarupplýsingum, sem fengust með því að ræða við skipsmennina. Einn skipverjanna brenndist lítilsháttar, Hjörtur Kristjánsson yfirvélstjóri. Hann meiddist á gagnauga og eyra. Maðurinn, sem varð eldsins var er Haraldur Aðalsteinsson, sem stjórnar fiskimjölsvinnslunni í togaranum. Var klukkan þá 4,30-5 síðdegis og logaði þá í netageymslunni, en þaðan kom svo mikill reykur niður í vélarúmið að ólíft var þar, og urðu vélamennirnir að flýja upp. Nokkru eftir að Fylkir kom Gylfa til aðstoðar fóru 20 menn af Gylfa i björgunarbát yfir í Fylki, en þaðan var svo farið með daráttarvír á bátnum yfir í Gylfa, og klukkan 7 var lagt af stað áleiðis inn á Dritvík. Eftir því sem lengra leíð á kvöldið voru horfur á, að eldurinn í netageymslunni yrði kæfður, og nokkru fyrir miðnætti hafði vélamönnunum tekizt að komast niður í vélarrúmið og koma dælu af stað, sem dælt var úr inn í netageymsluna. Hinsvegar var sú hætta yfirvofandi, að stjórnborðs olíugeymir myndi springa, sem og kom á daginn. Um klukkan eitt í fyrrinótt varð þess vart, að olía var farin að renna úr geyminum inn í eldhafið. Þá ákvað skipstjórinn að skipið skyldi yfirgefið, því ella myndi mannslífum verða teflt í beinan voða. Þá voru auk hans 11 menn um borð í Gylfa, og fóru þeir á fleka yfir í Fylki. Skipverjar á Gylfa, 40 að tölu, rómuðu mjög vinsamlegar móttökur Fylkismanna. Um nónbil í gær fóru þeir af skipinu yfir í sitt eigið skip. Var sú endurkoma sorgleg. Fylkir hélt til Hafnarfjarðar, þar sem hann landaði aflanum. Gylfi, ásamt veiðarfærum og eigum skipverja, er vátryggður fyrir alls 11 milljónir króna. Óráðið var í gærkveldi hvort gert verði hér við skipið. Sjóréttur mun taka málið fyrir seinnihluta dags í dag eða á morgun. Skipstjóri á Gylfa var Ingvar Guðmundsson en á Fylki var Auðunn Auðunnsson skipstjóri.
Eldsupptök munu hafa orðið út frá röri, sem einhverra orsaka vegna ofhitnaði og kveikti í netageymslunni, en hún var öll tjörguð að innan. Það er ömurleg sjón að sjá hvernig þetta glæsilega skip hefur farið í brunanum. Það er talið mikið lán, að skipið skyldi ekki springa í loft upp, eða koma að því leki við að plötur myndu beyglast vegna hins ofsalega hita frá bálinu. Og þegar þess er gætt, að nokkrar sprengingar urðu í olíugeymi í gærmorgun. Þá sást, frá Fylki hvar reykbólstrar þeyttust hátt í loft upp, og eldsúlur jafnháar siglutrjánum stóðu upp úr brúnni. Þá töldu þeir á Fylki litlar vonir á því, að takast myndi að bjarga skipinu til hafnar. Í kjölfar sprenginganna jókst eldurinn mjög í brúnni og yfirbyggingunni miðskips. Brúin, sem er úr aluminium hefur molnað niður við hitann eða hann brætt hana líkt og smjör á heitri pönnu. Þegar björgunarskipið Sæbjörg kom á vettvang til að vera til taks, ef á þyrfti að halda, stóð brúin í björtu báli. Þegar komið var fram að hádegi fór eldurinn minnkandi, enda mun þá allt tréverk hafa verið brunnið. Þegar Magni lagðist upp að hlið Gylfa og brunaverðirnir fóru með slöngur yfir í skipið, rauk allmikið úr því miðskips og eldur logaði á þilfarinu meðfram yfirbyggingunni. Á þilfari var fiskur í stíum, og þangað hafði eldurinn ekki náð er slökkvistarfið hófst. Það hafði verið ákveðið að ef mikill eldur væri í skipinu, ætti að draga það inn á Eiðisvík og renna því þar upp í sandinn til að auðvelda slökkvistarfið. Eins var um það rætt að sökkva Gylfa þar á víkinni, ef með þyrfti. En slökkvíliðsmennirnir höfðu ekki verið lengi að verki með hinn ágæta útbúnað sinn, er sýnt var að ekki myndi þurfa að grípa til slíkra ráðstafana. Gekk þeim svo greiðlega, að eftir 3 klst. taldi Jón Sigurðsson, slökkviliðsstjóri, að óhætt væri að draga togarann inn á höfn. Það, sem einkum er áberandi þegar skemmdirnar á Gylfa eru skoðaðar, er brúin. Hún er að mestu brunnin og svo það, hve yfirbyggingin öll er dælduð vegna hins ofsalega hita. Allt aftur í matsal er eyðilagt í yfirbyggingu. En eldurinn hefir ekki komizt í káetuna. Svo virðist sem eldur hafi leikið um allt vélarrúmið og eyðilagt þar raflagnir og fjölmargar hjálparvélar, og mun einnig hafa valdið skemmdum á aðalvél, þó er ekki vitað hve alvarlegar þær eru. Sprunga er og í "keisnum". Aftan til stjórnborðsmegin hafa orðið skemmdir á þilfarinu. Hætt er við, að einhverjar fleiri skemmdir hafi orðið, sem ekki verða séðar nú.
En byrjað verður strax í dag að hreinsa skipið. Er tíðindamaður Mbl. ræddi við skipsmenn á Gylfa um borð í Fylki í gær, kom í ljós, að í frásögn blaðsins í gær var í öllum aðalatriðum rétt skýrt frá því, sem gerðist í Gylfa er eldurinn kom upp. En þar að í nokkrum hluta upplags blaðsins var ekki skýrt frá brunanum, þykir rétt að rekja atburðarásina að nokkru upp aftur, með þeim viðbótarupplýsingum, sem fengust með því að ræða við skipsmennina. Einn skipverjanna brenndist lítilsháttar, Hjörtur Kristjánsson yfirvélstjóri. Hann meiddist á gagnauga og eyra. Maðurinn, sem varð eldsins var er Haraldur Aðalsteinsson, sem stjórnar fiskimjölsvinnslunni í togaranum. Var klukkan þá 4,30-5 síðdegis og logaði þá í netageymslunni, en þaðan kom svo mikill reykur niður í vélarúmið að ólíft var þar, og urðu vélamennirnir að flýja upp. Nokkru eftir að Fylkir kom Gylfa til aðstoðar fóru 20 menn af Gylfa i björgunarbát yfir í Fylki, en þaðan var svo farið með daráttarvír á bátnum yfir í Gylfa, og klukkan 7 var lagt af stað áleiðis inn á Dritvík. Eftir því sem lengra leíð á kvöldið voru horfur á, að eldurinn í netageymslunni yrði kæfður, og nokkru fyrir miðnætti hafði vélamönnunum tekizt að komast niður í vélarrúmið og koma dælu af stað, sem dælt var úr inn í netageymsluna. Hinsvegar var sú hætta yfirvofandi, að stjórnborðs olíugeymir myndi springa, sem og kom á daginn. Um klukkan eitt í fyrrinótt varð þess vart, að olía var farin að renna úr geyminum inn í eldhafið. Þá ákvað skipstjórinn að skipið skyldi yfirgefið, því ella myndi mannslífum verða teflt í beinan voða. Þá voru auk hans 11 menn um borð í Gylfa, og fóru þeir á fleka yfir í Fylki. Skipverjar á Gylfa, 40 að tölu, rómuðu mjög vinsamlegar móttökur Fylkismanna. Um nónbil í gær fóru þeir af skipinu yfir í sitt eigið skip. Var sú endurkoma sorgleg. Fylkir hélt til Hafnarfjarðar, þar sem hann landaði aflanum. Gylfi, ásamt veiðarfærum og eigum skipverja, er vátryggður fyrir alls 11 milljónir króna. Óráðið var í gærkveldi hvort gert verði hér við skipið. Sjóréttur mun taka málið fyrir seinnihluta dags í dag eða á morgun. Skipstjóri á Gylfa var Ingvar Guðmundsson en á Fylki var Auðunn Auðunnsson skipstjóri.
Morgunblaðið. 8 maí 1952.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074554
Samtals gestir: 77498
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 14:36:33