25.11.2016 09:40
1195. Álftafell ÁR 100. TFIU.
Álftafell ÁR 100 var smíðaður í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1971 fyrir Gunnlaug Kárason á Litla Árskógssandi, Gunnlaug Jón Gunnlaugsson á Dalvík og Björgvin Gunnlaugsson á Árskógsströnd. Hét fyrst Otur EA 162. Eik og fura. 23 brl. 240 ha. Caterpillar díesel vél. Seldur 30 júlí 1981, Stefáni Rögnvaldssyni h/f á Dalvík, hét Stefán Rögnvaldsson EA 345. Ný vél (1981) 275 ha. Caterpillar díesel vél, 202 Kw. Seldur 14 júlí 1987, Flóa h/f á Patreksfirði, hét Egill BA 268. 31 desember 1987 var skráningarnúmeri bátsins breytt í BA 468. Seldur 20 apríl 1995, Ými h/f á Bíldudal, hét Hallgrímur Ottósson BA 39. Árið 2001 hét báturinn Álftafell SU 100, virðist vera sami eigandi og skráður í Kópavogi. Seldur Kross ehf á Stöðvarfirði, hét Álftafell HF 102. Seldur sama ár, Sælingi ehf í Þorlákshöfn, hét Álftafell ÁR 100. Seldur árið 2011, Norður Atlantshafs Fiskveiðafélaginu í Reykjanesbæ, hét Álflafell KE 90. Báturinn sökk í höfninni í Njarðvík árið 2011 en náðist á land stuttu síðar. Tekinn úr rekstri 9 október árið 2014. Var í slipp í Njarðvík vorið 2015 en hefur trúlega verið rifinn þar stuttu síðar.
Álftafell ÁR 100 í Njarðvíkurslipp. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 13 október 2013.
Álftafell ÁR 100. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 13 október 2013.
Álftafell ÁR 100. (C) Trawler photos. 5 mars 2015.
Álftafell ÁR 100. (C) Trawler photos. 5 mars 2015.
Egill BA 468. (C) Halldór Árnason.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074576
Samtals gestir: 77502
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 15:33:08