30.11.2016 11:47

73. Gunnar SU 139. TFYW.

Gunnar SU 139 var smíðaður hjá V.E.B. Schiffswerft í Stralsund í A-Þýskalandi árið 1959. 249 brl. 800 ha. MWM díesel vél. Eigandi var Hlutafélagið Gunnar á Reyðarfirði frá 30 maí árið 1959. Skipið var selt til Noregs og tekið af skrá 19 júní árið 1981. Gunnar SU var einn af hinum 12 svokölluðu tappatogurum sem smíðaðir voru í A-Þýskalandi fyrir Íslendinga eftir teikningu Hjálmars R Bárðarsonar skipaverkfræðings. 


Gunnar SU 139 með fullfermi síldar á leið til Eskifjarðar.                                  (C) Vilberg Guðnason.


Gunnar SU 139 í Leirvík á Hjaltlandseyjum.                              (C) J.A. Hugson. Shetland museum.


Smíðateikning Hjálmars R Bárðarsonar af tappatogara.                                                   (C) HRB.

 Nýtt og vandað vélskip keypt til Reyðarfjarðar, kom um  mánaðamót

Snemma í morgun lagðist vélskipið "Gunnar" SU-139 að bryggju á Reyðarfirði. Var skipið allt fánum prýtt og hið glæsilegasta á að líta. Margt manna var mætt á bryggjunni til að fagna skipi og skipshöfn. Fánar blöktu hvarvetna um bæinn. Skipið er austur-þýzkt 248 lestir, teiknað af Hjálmari Bárðarsyni, smíðað í Stralsund. Aðalaflvél er 800 hestöfl, vestur-þýzk.
Ljósavélar enskar og austur-þýzkar, ganghraði er 11,7 mílur. Siglingatæki eru öll hin fullkomuustu að gerð. Vistarverur allar eru með hinum mesta glæsibrag og ýmiskonar  þægindi eru þar. Ísskápur og frystiklefi eru í eldhúsi. Miklir varahlutir eru með vél, sérstaklega með rafmótorum. Björgunarbátar eru 4, þar af 2 alúminíumbátar fyrir 16 menn hvor og 2 gúmmíbátar fyrir 12 menn hvor. Merk nýung er svokallaðir magnesíumklossar utan á skipinu, en þeir eiga að verja ryði.  Ef vel reynist mun það spara stóra fjármuni. Hjalti Gunnarsson skipstjóri, sem er aðaleigandi skipsins, sigldi því hingað. Siglingin frá Skagen tók  95 klst. þrátt fyrir mótbyr mestan hluta leiðarinnar. Reyndist skipið prýðilega.
Eigandi skipsins er hlutafélagið Gunnar, Reyðarfirði. Bera bæði skip og hlutafélag nafn föður Hjalta skipstjóra. Hjalti kveðst gera skipið út á síld í sumar, að mestu mannað Reyðfirðingum. Sagði hann að vonir sínar væru við það miðað að skipið yrði helzt sem mest mannað Reyðfirðingum og afli lagður þar upp þegar Mögulegt væri. Kvað Hjalti það lengi hafa verið von sína að eignast skip sem gert væri út frá Reyðarfirði. Því hefði hann eigi viljað binda sig á skip annars staðar. Eins og kunnugt er, er Hjalti þaulreyndur, aflasæll og vinsæll skipstjóri. Reyðfirðingar hafa fiölmennt niður í skip til Hjalta til að óska honum allra heilla í starfi. Það er trú manna hér og einlæg von að útgerð þessi með ýmsu öðru verði lyftistöng í atvínnulífinu hér. Revðfirzk fiskiskip eru nú orð in tvö,  hitt er Svíþjóðarbáturinn Snæfugl, skipstjóri  hans er Bóas Jónsson, hefur útgerð hans gengið mjög vel.

Tíminn. 14 júní 1959.

Flettingar í dag: 1882
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1192284
Samtals gestir: 83672
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:39:31