01.12.2016 11:04
425. Jón Ben NK 71.
Jón Ben NK
71
Yfirsmiður var Sverrir Gunnarsson, sem einnig teiknaði bátinn. Báturinn kostar yfir 600 þús. kr. með öllum útbúnaði, eða um 26 þús. kr. pr. tonn. Hjá Dráttarbrautinni er smíði 60 lesta báts komin á góðan rekspöl og byrjað er að smíða bát af sömu stærð og Jón Ben. Þá hefur verið pantað efni í nýjan 60 lesta bát. Þeir feðgar Ásgeir Bergsson og Guðlaugur Ásgeirsson eiga 55 lesta bát í smíðum á Isafirði, en hann mun ekki kominn langt áleiðis. Fleiri Norðfirðingar munu hyggja á bátakaup. Jón Ben er enn ekki tilbúinn til veiða, en vonazt er til að hann geti byrjað róðra í næsta smástraum. Annars er sjósókn sáralítil þrátt fyrir reytingsafla. Aðeins tveir bátar, Hafbjörg og Björg hafa róið að undanförnu, auk einhverra minni báta. Í gær var Björg þó ekki á sjó. Austurland óskar eigendum og áhöfn Jóns Ben til hamihgju með bátinn.
Austurland. 2 nóvember 1956.
Mjög víðtæk
leit að bátnum frá Súðavík í gær
Vélbáturinn Freyja BA 272 frá Súðavík, sem lýst var eftir í
fyrrakvöld var ekki kominn fram, er blaðið fór í prentun í gærkvöldi, en
bátsins hafði þá verið leitað frá því í fyrrakvöld. Fjórir bátar leituðu í
fyrrinótt og í gær leituðu tvær flugvéJar og nærri 20 bátar. Á Freyju eru
fjórir menn. Síðast heyrðist til Freyju kl. 16,30 í fyrradag, en þá mjög
ógreinilega og gæti það bent til ísingar. Í fyrrinótt leituðu Freyju fjórir
bátar, ísafjarðarbáturinn Hrönn, Heiðrún og Einar Hálfdáns frá Bolungarvík og strandferðaskipið
Blikur og í birtingu í gærmorgun leitaði landhelgisgæzluflugvélin Sif og
flugvél Vesturflugs á ísafirði ásamt 17 bátum hvaðanæva af Vestfjörðum.
Leitarskilyrði voru góð. Freyja mun hafa verið stödd út af svokölluðum
Eldingum, þegar síðast spurðist til hennar en kl. 5 var þar NA 8 stiga vindur
og blindhríð. Þremur klukkustundum síðar hafði hvassviðrið hert og var þá
vindhæðin komin í 9 stig og úrkoma hafði aukizt. Frost var á og skyggni ekki
meira en um 100 metrar. Landfhelgisgæzluflugvélin Sif leitaði úti fyrir öllum
Vestfjörðum og Vesturflugsflugvélin leitaði Norðurdjúpið, Jökulfirðina, í
Aðalvík. Leitað var úr landi þar sem því var við komið.
Björgunarsveitin í Bolungarvík þræddi ströndina til Skálavíkur, leitað var á
Ingjaldssandi út undir Barða og vitavörðurinn á Galtarvita leitaði í umhverfi
vitans. Minni bátar, sem þátt tóku í leitinni þræddu og strendurnar. Í gær
fundust línubelgir í beina vindstefnu NA frá þeim stað, sem báturinn gaf síðast
upp. Voru belgirnir í fjörunni við Galtarvita og báru merki Freyju. Þá fannst
bólfæri, sem ekki hafði verið vitjað um, sem einnig tilheyrði Freyju og er
einsýnt að báturinn hefur ekki fundið það í sortanum í fyrradag. Bólfærið var 7
mílur frá Deild og 6,4 mílur frá Rit. í gær fór veður versnandi á leitarsvæðinu
og var að hvessa en veðrið í gær var mjög hentugt til leitar. Bátar voru farnir
að tínast inn, þegar blaðið hafði síðast fréttir af leitinni. Var þá að koma
myrkur og farið að snjóa. Skipstjóri, sem jafnframt er eigandi bátsins, er
Birgir Benjamínsson, kvæntur maður, 38 ára gamall og á uppkomin stjúpbörn.
Aðrir á bátnum eru Lúðvík Guðmundson, ókvæntur og innan við tvítugt. Lúðvík er
stjúpsonur Birgis, Páll Halldórsson er einhleypur maður 50 ára að aldri og Jón
Þórðarson á unnustu og tvö börn og er 22ja ára. Freyja hét áður Jón Ben og var
þá gerður út frá Neskaupstað, en til Súðavíkur kom hún fyrir um það bil þremur
árum.
Morgunblaðið. 3 mars 1967.
Vb.
Freyja talin af
Með henni
fórust fjórir ungir menn
Vélbáturinn Freyja BA 272 er nú talin af og er leit að
bátnum hætt. Með bátnum fórust fjórir ungir menn, Birgir Benjamínsson,
skipstjóri, 38 ára gamall og lætur eftir sig konu og uppkomin stjúpbörn, Lúðvík
Guðmundsson, háseti, 17 ára, stjúpsonur Birgis skipstjóra, Páll Halldórsson,
vélstjóri, 50 ára ó- kvæntur og barnlaus og Jón Þórðarson, háseti, 21 árs,
kvæntur og á tvö ung börn. Snjókoma og dimmviðri tafði mjög alla leit í gær, en
eins og kunnugt er var bátsins saknað á miðvikudag og strax sama kvöld var
hafin umfangsmikil leit, sem bar þann árangur að fjórir línubelgir fundust.
Bólfæri fundust skammt vestur af Eldingum, en á þeim slóðum mun báturinn hafa
verið þegar síðast heyrðist til hans. Eldingar eru þau mið, þar sem Ritur ber í
hvilftina þá Straumnesshlíð hverfur, að sögn skipstjóra úr Djúpinu. Varðskip
leitaði í gær á þessum slóðum, en annars var ekki leitað að marki í gær vegna
dimmviðris fyrir vestan. Bátar, sem verið hafa að fara út og inn úr Djúpinu
hafa þó farið með ströndum og svipazt um, en einskis orðið vísari eins og áður
er sagt. Að sögn Slysavarnafélagsins hefur leitin verið mjög víðtæk og í
fyrradag leituðu tvær flugvélar og nær 20 bátar við mjög góð leitarskilyrði.
Morgunblaðið. 4 mars 1967.