20.12.2016 00:13

1829. Máni ÁR 70.

Máni ÁR 70 var smíðaður hjá Mossholmens Marina í Rönnang í Svíþjóð árið 1987. 11 brl. 153 ha. Volvo Penta díesel vél, 113 Kw. Smíðanúmer 20. Hét fyrst Garðar GK 26, og eigandi hans var Erlingur Garðarsson Vogum á Vatnsleysuströnd frá 20 júlí árið 1987. Seldur 21 október 1987, Bjarnfinni Jónssyni á Eyrarbakka, báturinn hét Dofri ÁR 43. Seldur árið 1991, eigandi óþekktur, hét Dofri ÍS 243. Seldur sama ár, Mána ÁR h/f. Báturinn var lengdur árið 1995. Eigandi bátsins í dag er Haukur Jónsson á Eyrarbakka, báturinn heitir í dag Máni ÁR 70. 

Máni ÁR 70 í Njarðvík.                                                (C) Þórhallur S Gjöveraa. 19 desember 2016.


Máni ÁR 70.                                                              (C) Þórhallur S Gjöveraa. 19 desember 2016. 
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30