22.12.2016 00:45
Nonni NK 86.
Nonni NK 86 var smíðaður á Akureyri árið 1928. Eik og fura. 10 brl. 20 ha. Skandia vél. Báturinn hét fyrst Baldvin Þorvaldsson EA 442 og var eigandi hans Loftur Baldvinsson útgerðarmaður á Böggvisstöðum í Svarfaðardal frá 28 nóvember 1930. Ný vél (1931) 35 ha. Bolinder vél. Seldur 7 nóvember 1940, Jóni Svan Sigurðssyni í Neskaupstað, hét Nonni NK 86. Ný vél (1944) 32 ha. June Munktell vél. Seldur 15 nóvember 1944, Steingrími Ingimundarsyni á Djúpavogi, báturinn hét Nonni SU 14. Talinn ónýtur og tekinn af skrá árið 1954.

Nonni NK 86 á siglingu á Norðfjarðarflóa. Barðsneshorn (Norðfjarðarhorn) í baksýn. (C) Björn Björnsson.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30