26.12.2016 11:01
453. Gísli Gunnarsson SH 5.
Gísli Gunnarsson SH 5 var smíðaður í Hafnarfirði árið 1961. Eik og fura. 12 brl. 68 ha. Bolinder Munktel vél. Eigandi var Eggert Björnsson í Stykkishólmi frá 14 mars 1963, en þá var báturinn dekkaður og skráður sem fiskibátur. Ný vél (1975) 115 ha. G.M. díesel vél. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 27 október árið 1983. Myndirnar af Gísla eru teknar af tengdamóður minni í dúnleitum í Elliðaey á Breiðafirði um miðjan sjöunda áratuginn.


Gísli Gunnarsson SH 5 í lendingunni í Elliðaey á Breiðafirði. (C) Hulda Björk Kolbeinsdóttir.
Gísli Gunnarsson SH 5 í Elliðaey á Breiðafirði. (C) Hulda Björk Kolbeinsdóttir.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30