03.01.2017 14:17

303. Auðbjörg NK 66.

Auðbjörg NK 66 var smíðuð á Norðfirði árið 1935 af Sigurði Þorleifssyni. Eik og beyki. 15 brl. 16 ha. Wichmann vél. Eigendur voru Jakob Jakobsson skipstjóri, Ásmundur Jakobsson og Sveinn Jónsson í Neskaupstað frá 9 mars sama ár. Ný vél (1945) 66 ha. Kelvin díesel vél. Báturinn var gerður út m.a. til síldarleitar og síldarmerkinga. Báturinn var seldur 25 október 1961, Ásmundi Jakobssyni í Reykjavík, hét Auðbjörg RE 266. Báturinn eyðilagðist í Reykjavíkurhöfn árið 1967 og var síðan brenndur.


Auðbjörg NK 66 í bóli sínu á Norðfirði.                                                             (C) Karl Pálsson.


Auðbjörg NK 66 með fullfermi síldar á Norðfirði.                                      Ljósmyndari óþekktur.


Jakob Jakobsson skipstjóri við síldarmerkingar á Auðbjörgu NK. Ljósm. óþekktur.


              Jakob Jakobsson skipstjóri

 "Það sem einkenndi föður minn sem sjómann var fyrst og fremst það að hann leit á sjóinn og bátinn sem sitt vinnusvæði. Hann var aldrei neitt að flýta sér í land eins og ýmsir aðrir starfsbræður hans. Ég held að þetta viðhorf hans hafi mótast þegar hann var á skútunum, en á þeim var alltaf litið svo á að það væri landið sem væri hættulegt. Þeir sem ávallt höfðu verið á veikbyggðum smábátum, höfðu hinsvegar tilhneigingu í þá átt að hugsa um það í hverjum róðri að koma sér í land sem fyrst. í þeirra huga stafaði ógnin frá hafinu. Það er sem sagt staðreynd að faðir minn var ekki eins landbundinn og aðrir sjómenn eystra og hann var alltaf í sínu besta skapi út á sjó."

 Jakob Jakobsson fiskifræðingur um föður sinn Jakob Jakobsson skipstjóra og útgerðarmann í Neskaupstað.

 Sjómannadagsblað Neskaupstaðar

Flettingar í dag: 787
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194562
Samtals gestir: 83786
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:32:45