03.01.2017 14:17
303. Auðbjörg NK 66.
Jakob
Jakobsson skipstjóri
"Það sem einkenndi
föður minn sem sjómann var fyrst og fremst það að hann leit á sjóinn og bátinn
sem sitt vinnusvæði. Hann var aldrei neitt að flýta sér í land eins og ýmsir
aðrir starfsbræður hans. Ég held að þetta viðhorf hans hafi mótast þegar hann
var á skútunum, en á þeim var alltaf litið svo á að það væri landið sem væri
hættulegt. Þeir sem ávallt höfðu verið á veikbyggðum smábátum, höfðu hinsvegar
tilhneigingu í þá átt að hugsa um það í hverjum róðri að koma sér í land sem
fyrst. í þeirra huga stafaði ógnin frá hafinu. Það er sem sagt staðreynd að
faðir minn var ekki eins landbundinn og aðrir sjómenn eystra og hann var alltaf
í sínu besta skapi út á sjó."
Jakob Jakobsson
fiskifræðingur um föður sinn Jakob Jakobsson skipstjóra og útgerðarmann í
Neskaupstað.
Sjómannadagsblað
Neskaupstaðar