04.01.2017 20:03
1038. Álftafell SU 101. TFYL.
Álftafell SU 101 var smíðaður hjá V.E.B. Elber Werft í Boizenburg í A-Þýskalandi árið 1967. 217 brl. 660 ha. Lister díesel vél. Fyrsti eigandi var Gídeon h/f í Vestmannaeyjum frá 20 október sama ár, skipið hét Gídeon VE 7. Selt 31 desember 1969, Álftafelli h/f á Stöðvarfirði, skipið hét Álftafell SU 101. Selt til Noregs og tekið af skrá 3 maí árið 1976.
Álftafell SU 101 á leið inn til Vestmannaeyja með loðnufarm 10 febrúar 1972. (C) Sigurgeir Jónasson.
Álftafell SU 101 á leið til Eyja 10 febrúar 1972. (C) Sigurgeir Jónasson.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 356
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074734
Samtals gestir: 77525
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 22:08:49