05.01.2017 12:14
Gufubáturinn Elín. LCDW.
Gufubáturinn
Elín
Miklar hafa oss borizt kvartanir um hana, en þó mest um
ólipurleik og rustaskap formanns og bryta, og ráðum vjer vinsamlega
útgerðarmanninum það heilræði, að láta þá ekki stæla þá sömu á "Laura", og
sízt með þvi að reiða hnefana og viðhafa sjóarahótanir við farþega, hvað lítill
meiningar munur sem yrði, því kunna Iandar vorir illa, því hjer hafa þeir land
undir fæti, þó ekki sjeu, kaupfjelagsmenn. (Það er kunnugt að "Elín" gerði
fyrst ókeypisferð með þá). Vjer höfum ekki verið um borð í "Elínu" síðan í
Kaupmannahöfn.
Reykvíkingur. 1 ágúst 1893.
Eldeyjarför
Árið 1894 er frá því sagt, að flóabáturinn "Elín", sem
hét í höfuðið á landshöfðingja frúnni, hefði farið þrjár ferðir austur í Vík og
komið við í Eyjum, Stokkseyri og Eyrarbakka. Seint í maí var "Elín" á
vesturleið og kom við í Eyjum. Bræðurnir Stefán og Ágúst í Ási tóku sér far með
"Elínu" og Hjalti Jónsson. Höfðu þeir léttbát með í förinni. Þeir fóru af
skipinu við Eldey. Hófst þá hin fræga Eldeyjarganga.
Fylkir. Jólablað 1970.
Gufubáturinn
Elín strandaður
Hana sleit upp á Straumfirði laugardagsmorguninn 21. þ.
mánaðar í útsunnanveðri, bar þar á stein við Búðarey, kom gat á bumbinn á bakborða
skammt fyrir neðan sjávarborð og sprakk töluvert út frá á tvær hendur. Troðið var
upp í gatið og losnaði báturinn aptur af steininum með aðfallinu um kveldið,
hjelzt við fyrir akkerum nóttina eptir, en á sunnudagsmorguninn í ofsahviðu
biluðu þau og misstu hald og varð þá að hleypa bátnum á land innst í Straurnfjarðarvognum,
þar sem grjótlaust er, en djúpur leir. Liggur hann þar fastur og mun naumast
geta losnað fyr en stórstreymt verður aptur, ef hann losnar nokkurn tíma, enda
líklegra, að hann verði að strandi fyrir fullt og allt hvort sem er.
Vafalaust
tekið fyrir allar ferðir hans framar í haust, hvernig sem fer. Það er í
kolastíunni, sem gatið kom á, og því illt að komast fyrir, hvort meira hefir að
orðið, svo sem að máttarbönd sjeu í sundur, fyr en kolunum er rutt frá, en þó
hugðu skipverjar það vera á 2 stöðum, og mun ekki verða við það gert hjer, þó
gatið hefði mátt bæta.
Skipskrokkurinn er allur af járni, bæði
máttarbönd og annað. Báturinn var búinn að athafna sig á Straumfirði á föstudaginn,
hafði tekið þar nokkra farþega og var
kominn af stað áleiðis
inn í Borgarnes, en varð að snúa aptur við skerin út af Straumfirði vegna ósjóar
og myrkurs. Lá síðan þar inni á legunni um nóttina við akkeri og 2 landfestar.
Bilaði sú, sem áveðurs var, um morguninn eptir, þannig, að jarðfast bjarg, er
henni var brugðið um, sprakk og losnaði eða hefir verið áður sprungið, en svigrúm
ekkert fyrir bátinn og hann jafnharðan kominn upp í urðina hinum megin; legan
er örmjó, lítið meira en skipslengd. Fjöldi farþega beið bátsins í Borgarnesi
og eru nú komnir hingað, landveg og sjóveg, á flutningum yfir firðina, og sumt
af Akranesi.
Ísafold. 25 september 1895.
Þótti
óhentugt skip
Gufubáturinn "Elín" þótti jafnan óhentugur til ferða um
flóann, fremur slæmur í sjó að leggja, og skýlislaus fyrir farþega, svo að
margir voru sáróánægðir með hann, en nú er vonandi, að gufubátur sá, sem kemur
í stað "Elínar", fullnægi betur kröfum tímans.
Þjóðviljinn ungi. 12 október 1895.