08.01.2017 09:46
749. Freydís ÍS 74. TFNR.
Freydís ÍS 74 var smíðuð í Sjötorp í Svíþjóð árið 1946. Eik. 81 brl. 215 ha. Polar díesel vél. Eigandi var Njörður h/f á Ísafirði frá 10 júlí árið 1947. Skipið var selt 29 ágúst 1956, Guðna Jóhannssyni, Jóhönnu H Þorsteinsdóttur og Sigþóri Guðnasyni á Seltjarnarnesi, hét Faxafell GK 200. Selt Faxaútgerðinni h/f á Patreksfirði, skipið hét Sigurfari BA 7. Ný vél (1960) 390 ha. MWM díesel vél. Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá 19 nóvember árið 1965. Var að lokum dreginn upp í fjöru á Patreksfirði og brenndur 2 eða 3 árum síðar.
Freydís ÍS 74 við bryggju í Djúpavík. (C) Sigurgeir B Halldórsson.
Freydís ÍS 74 við bryggju í Djúpavík ásamt Eddu GK 25. Skorsteinninn fyrir miðri mynd tilheyrir gufuskipi sem liggur á bak við þau. (C) Sigurgeir B Halldórsson.
Freydís ÍS 74 að landa síld í Djúpavík. (C) Sigurgeir B Halldórsson.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 294
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074672
Samtals gestir: 77515
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 21:24:47