10.01.2017 11:48

1042. Vörður ÞH 4. TFOQ.

Vörður ÞH 4 var smíðaður í Hommelvik í Noregi árið 1967. 248 brl. 800 ha. Lister díeselvél. Eigandi var Gjögur h/f á Grenivík frá 2 maí 1967. Ný vél (1979) 800 ha. Mirrlees Blackstone díesel vél, 589 Kw. Skipið var yfirbyggt árið 1981 og endurmælt árið 1982, mældist þá 210 brl. Skipið var selt í brotajárn til Danmerkur og tekið af skrá 8 nóvember árið 2007. Vörður var smíðaður eftir sömu teikningum og A-Þýsku síldarskipin sem smíðuð voru í Boizenburg á árunum 1964-67.


Vörður ÞH 4 á landleið með fullfermi.                                                          (C) Snorri Snorrason.

Vörður ÞH á síldveiðum um 1980.                                          (C) Markús Karl Valsson.

                   Vörður ÞH 4.

Nýr bátur, Vörður ÞH 4, kom til Akureyrar á fimmtudaginn. Skipið er 248 brúttólestir, vel búið og hið myndarlegasta, með 800 hestafla Listervél. Eigandi er Gjögur h.f. á Grenivík. Vörður er smíðaður í Hommelvik í Noregi.

Dagur. 29 apríl 1967.


Flettingar í dag: 371
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074749
Samtals gestir: 77528
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 22:30:22