18.01.2017 11:52
2 m. kt. Margrét. LBGK.
Kútter Margrét var smíðuð í Kaupmannahöfn í Danmörku árið 1884. Eik og fura. 83 brl. Eigandi var Geir Zoega útgerðar og kaupmaður í Reykjavík frá 4 janúar árið 1889. Kútterinn mun hafa heitið Margrethe áður. Margrét var fyrsti stóri kútterinn sem kom til Reykjavíkur. Skipið kom í hlut Th Thorsteinssonar árið 1896 þegar útgerð Geirs Zoega var skipt. 4 desember árið 1901 er skipið komið í eigu Th Thorsteinssonar og Finns Finnssonar skipstjóra í Reykjavík. Kútter Margrét var talin ónýt og rifin í Reykjavík árið 1911.

Kútter Margrét á siglingu. (C) Entoys ?
Kútter
Margrét
Fyrsti
stóri kútterinn til Reykjavíkur
Fyrsti stóri fiskikútterinn, sem hingað var keyptur, kom til
Reykjavíkur. Það var kútter Margrét, sem Geir Zoéga keypti árið 1889 frá
Danmörku. Guðmundur Kristjánsson skipstjóri sótti skipið til Danmerkur, ásamt 4
íslenskum hásetum, en stýrimaðurinn var danskur. Kútter Margrét var gott og
vandað skip á þeirra tíma vísu, um 80 smálestir að stærð, og vakti að vonum
mikla athygli hér, þegar það kom, svo stórt og tígulegt. Það kom hingað í
marsmánuði, hlaðið vörum til Zoéga. Undir eins og það hafði verið losað við
vörurnar, var farið að búa það á fiskveiðar, og réðust á það 30 hásetar. Þótti
öllum mikið til koma, að ráðast á svo stórt og vandað skip. Markús Bjarnason,
skólastj. tók við skipstjórn á skipinu, og var síðan haldið til fiskveiða, og
þær stundaðar fram i ágúsl og fiskaðist mjög vel. Þegar hætt var veiðum, var
skipið útbúið til Spánarfarar og þótti það i mikið ráðist, þar sem þetta var i
fyrsta skifti sem íslenskt skip var búið til slíkrar farar, eða svo telja
fróðir menn, og það segir Ellert Sehram í grein um þetta í Ægi 1933. Guðmundur
Kristjánsson tók nú aftur við skipinu. Farmurinn, sem skipið átti að fara með
hina löngu leið til Spánar, var 630 skippund af þorski nr. 1. Hásetar áttu að
vera 4, auk matsveins, en stýrimaður var sá sami. Marga unga sjómenn fýsti til
þessarar farar, en margir gátu ekki orðið útvaldir. Til fararinnar völdust, auk
skipstjóra og stýrimanns, Ellert Schram, Þorvaldur Jónsson, seinna skipstjóri,
Þórður Sigurðsson, seinna stýrimaður, og Ísak Sigurðsson, seinna stýrimaður.
Lúðvíg Jakobsson, nú bókbindari, var ráðinn sem matsveinn. Lagt var af stað
héðan með farminn í septembermánuði, en byr var erfiður, og tók það 5
sólarhringa, að komast fyrir Reykjanes, því að suðaustan stormur var á til að
byrja með, en siðan gerði norðan storm, og hélst hann þar til skipið kom undir
Orkneyjar. Þá gerði allt í einu, um nótt, mikinn storm, og var tekið það ráð,
að láta reka. En um morguninn, þegar birti, kom i ljós, að skipið var næstum
þvi komið upp í mikla kletta, sem brimið svall við og munaði minstu, að
ferðinni lyki þar. En þetta var eyjan Fair Isle, og er milli Hjaltlands og
Orkneyja. Þá var enginn viti á eynni. Þegar skipið hafði verið hálfan mánuð á
leiðinni að heiman, kom það til Granton á Skollandi. Þar fékk skipstjóri
fyrirskipun um, hvert halda skyldi til Spánar, og var skipunin á þá leið, að
fara skyldi til Bilbao. Hásetum mun hafa þótt það heldur miður, því að þá hafði
dreymt um að koma til Barcelona. Í Granton dvaldist skipinu í 4 daga, en síðan
var siglt um Norðursjóinn, og lenti í miklum fiskiskipaflota, er þar stundaði
veiðar. Er skipið kom í Ermarsund, gerði blæjalogn, og svarta þoku, og var
mikill hávaði á þeim slóðum, öskur og lúðurhljómur, því að þarna var urmull af skipum.
Til Bilbao var komið um miðjan október, og var dvalið þar í 10 daga. Þaðan var
farið til Le Havre í Frakklandi, var legið þar í 14 daga og tekið klíð og
olíukökur til Danmerkur. Skömmu fyrir jól var komið til Kaupmannahafnar; var
þar dvalið fram í marsmánuð, en þá var lagt af stað heim, og var skipið hlaðið
vörum til eigenda, og í sama mánuði var lent á Reykjavíkurhöfn. Kaup háseta var
30 krónur á mánuði.
Sjómaðurinn. 1 mars 1939.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 965
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194740
Samtals gestir: 83790
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:53:57