22.01.2017 11:56

M. b. Sindri EA 357. LBKQ.

Sindri EA 357 var smíðaður í Lervik í Noregi árið 1915. 37 brl. 30 ha. Avance vél. Eigendur voru Snorri Jónsson (Verslun Snorra Jónssonar) og Steinn Guðmundsson á Akureyri frá 9 júní 1916. Hét áður Guldregn. Ný vél (1926) K.M.K. vél. Árið 1922 er báturinn í eigu Gunnars Snorrasonar. Jón Þorkelsson, Ásgeir Pétursson og fl. á Siglufirði gerðu bátinn út til síldveiða á árunum 1925 til 1931. Seldur 11 júní 1931, Alfons Jónssyni á Siglufirði, báturinn hét Vísir SI 33. Seldur 21 júní 1931. Jónasi Jóhannssyni á Siglufirði. Báturinn rakst á ísjaka á Skagafirði 15 mars árið 1932 og sökk. Áhöfnin, 4 menn björguðust á skipsbátnum til lands heilir á húfi.


Sindri EA 357 á Pollinum á Akureyri.                                                     (C) Hallgrímur Einarsson.


Sindri EA 357. Myndin er mjög skemmd en báturinn sést nokkuð vel.    (C) Hallgrímur Einarsson.


                   Bátur ferst í hafís

Vélbáturinn Vísir frá Siglufirði var í gær á leið vestur á Skagafjörð, rakst á hafísjaka og sökk. Skipverjar voru 4, og komust þeir allir til lands.

Dagur. 17 mars 1932.

Flettingar í dag: 1882
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1192284
Samtals gestir: 83672
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:39:31