24.01.2017 15:27
M. s. Dettifoss V á leið út Viðeyjarsund.
Dettifoss var smíðaður hjá Örskov Staalskibsværft í Frederikshavn í Danmörku árið 1995. 14.664 brúttótonn. 14.800 Kw B&W vél. Smíðanúmer 181. Hét fyrst Helene Sif og var í eigu Sandship A/S í Danmörku. Fékk svo fljótlega nafnið Trsl Tenacious. Árið 1997 ber skipið nafnið Maersk Durban. Eimskipafélag Íslands kaupir skipið árið 2000 og fær þá nafnið Dettifoss, það fimmta í röðinni sem ber þetta nafn. Einnig keypti Eimskip systurskip þess, Maersk Quito sem fékk nafnið Goðafoss Vl. Dettifoss er í áætlunarsiglingum milli Íslands, Færeyja og Evrópulanda. Einnig siglir skipið til Norðurlanda. Ég tók þessar myndasyrpu af Dettifossi fyrir nokkrum árum þegar skipið var á siglingu út Viðeyjarsund.




Dettifoss á Viðeyjarsundi. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 4 september 2014.
Dettifoss V. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 4 september 2014.
Dettifoss á útleið. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 4 september 2014.
Dettifoss. Akrafjall, Viðey og Esjan í baksýn. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 4 september 2014.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 457
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 17505
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 1468838
Samtals gestir: 92437
Tölur uppfærðar: 23.8.2025 06:48:08