25.01.2017 12:10
2889. Engey RE 91. TFJG.
Engey RE 91 var smíðuð hjá Celiktrans Shipyard í Istanbúl í Tyrklandi árið 2016. 1.827 bt. 2.500 ha. MAN 6L27/38 vél, 1.795 Kw. Engey er 54,75 metrar á lengd og 13,5 á breidd. Tók þessar myndir af skipinu við Skarfabakka í morgun, en Engey lagðist að bryggju um kl. 5 í morgun. Þetta er öðruvísi hönnun á fiskiskipi en við eigum að venjast. En eftir að hafa farið um borð og skoðað það, er ótrúlega rúmgott þar allsstaðar, á togþilfari, á millidekki, en vélarúmið er svolítið þröngt, en samt fínt. Brú skipsins stór og mikil. Eldhús, borðsalur og setustofa glæsileg. Skipið mun fara til Akraness, þar sem allur vinnslubúnaður verður settur um borð í skipið. Skaginn h/f og 3X Technology munu annast það verk og mun Engey verða tilbúin á veiðar í byrjun apríl ef allt gengur eftir.










2889. Engey RE 91 við Skarfabakka í morgun.
2889. Engey RE 91.
Togþilfar skipsins.
Á millidekkinu, fiskmóttakan.
Millidekkið (vinnsluþilfar) tómt eins og er.
Aðalvél skipsins 2.500 ha. MAN 6L27/38. 1.795 Kw.
Ljósavél skipsins.
Setustofa skipsins.
Brú skipsins, stór og glæsileg.
Stjórntæki fyrir togspil og annan búnað á togþilfari. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 25 janúar 2017.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1882
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1192284
Samtals gestir: 83672
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:39:31