01.02.2017 13:21
Grótta ÍS 580. TFNM.
Vélskipið
Grótta ÍS 580
Síðastliðið sumar fór fram gagngerð breyting og stækkun á m.
s. Grótta, sem er eign h. f. Björgvins á ísafirði. Skipasmiðastöð Bárðar G.
Tómassonar á Ísafirði framkvæmdi breytinguna, nema hvað bakki skipsins var
smiðaður í skipasmíðastöð Marzelíusar Barnharðssonar á Ísafirði. Grótta var
upphaflega byggð sem þrímöstruð skonnorta, og smíðuð var hún í Frakklandi 1920.
Hingað til lands var hún keypt frá Færeyjum 1940 af Ásgeiri Péturssyni, en hann
seldi hana h. f. Björgvin 1942. Með breytingunni var siglunum fækkað úr þremur
í tvær, sett í það ný og stærri vél, byggður opinn bakki, stýrishús og vélarúm,
ásamt nýjum vistarverum. Skipið stækkaði við breytinguna um 74 rúml., og er nú
310,23 rúml. brúttó. Í skipinu er 320 hestafla Blackstone R. A. Lister,
Dieselvél. Með 450- 500 snúningum gengur skipið um 8 1/2 sjómílu á klst.
Olíugeymar skipsins rúma 18.000 litra. Skipstjóri á Gróttu er Lárus Blöndal.
Ægir. 1 maí 1943.