08.02.2017 15:22
B. v. Menja GK 2. LCJP.
Menja GK 2 var smíðuð hjá Schiffs Werft J & S í Hamborg árið 1920. 296 brl. 500 ha. 3 þennslu gufuvél. 41,76 x 7,34 x 3,80 m. Eigandi var h/f Grótti í Hafnarfirði. Skipið sökk á Halamiðum 9 júní árið 1928 í góðu veðri. Áhöfninni var bjargað um borð í Hellyerstogarann Imperialist H 143. Menja var talið ótraust skip og af vanefnum smíðað, enda var á þeim árum hörgull á flestu smíðaefni í Þýskalandi.
Menja GK 2. (C) Þjóðminjasafn Íslands.
Menja GK 2. Ljósmyndari óþekktur.
Menja GK 2 sekkur í blíðskaparveðri
Það sló flemtri á menn, er þeir fréttu að "Menja" væri sokkin. "Það er naumast okkur helzt á togurunum," sögðu sumir og auðheyrt var, að skelfingar "Forsetaslyssins vöknuðu upp í huga þeirra. En menn vildu ekki trúa því" að "Menja" hefði sokkið, án þess að árekstur hefði orðið. Töldu sumir fullvíst, að annaðhvort hefði skip siglt á hana eða hún lent á hafísjaka. Kl. 7 í gærmorgun kom togarinn "Surprise" með skipshöfnina af "Menju" til Hafnarfjarðar, bg í gærdag hitti Alþbl. að máli tvo af skipshöfninni. Sögðu þeir söguna á sömu leið báðir. "Menja" fór héðan út á þriðjudagskvöldið var. Fór hún norður að Reykjarfjarðarál og var þar fyrst að veiðum. Síðan var haldið suður á Hala og var þar fjöldi togara að veiðum, 45 sjómílur undan landi. Síðari hluta föstudagsins var stinningsgola, en hægði með kvöldinu.
Um nóttina var hægviðri, en þó var allmikil alda. Hafði aflast dável, og mun hafa látið nærri, að "Menja" hafi haft um 20 tn. lifrar á föstudagskvöldið. Kl. 2 um nóttina tók kyndari eftir því, að sjór fór að koma í vélarrúmið. Streymdi hann allört upp, og fór kyndarinn því inn til yfirvélmeistarans og sagði honum tíðindin. Vélmeistari vildi í fyrstu vart trúa, en fór þó niður í vélarrúmið. Var þá sjórinn þar í ökla. Nú var skipstjóra gert aðvart. Var þegar tekið að dæla og varpan dregin upp. En dælurnar höfðu ekki við. Sjórinn jókst í skipinu, og ómögulegt reyndist að komast að lekastaðnum. Neyðarfáni var dreginn upp, eimpípan blés og þeir af skipshöfninni, er sváfu, voru vaktir. Bátar voru settir út, og tók það alllangan tíma. Kl. um 31/2 kom togarinn "Imperialist" og fór öll skipshöfnin af "Menju" yfir í hann. Skömmu seinna bar að "Surprise", og kvaðst skipstjóri vera á leið heim.
Fór þá "Menju" skipshöfnin yfir í "Surprise". En kL 4 og 40 mínútur seig "Menja" í djúpið. "Surprise" lagði af stað heimleiðis kl. 10 f. h. á laugardag, og eins og sagt hefir verið, kom hann til Hafnarfjarðar kl. 7 í gærmorgun. Skipverjar á "Menju" héldu lífi og limum, en mistu allan sinn farangur. Á þinginu í vetur kom íhaldið í veg fyrir það, að fram næði að ganga lög um skyldu útgerðarmanna til að tryggja föt og farangur skipverja, þó að svo sé ákveðið í sjólögum margra annara þjóða, að útgerðinni beri að greiða skipshöfnum tjón á fötum og farangri, er þeir verða skipreika. "Menja" sökk án þess að hún ræki sig á önnur skip ,sker eða ís. Ís var ekki einu sinni. nokkurs staðar sjáanlegur. Fólk er slegið ótta, sem vonlegt er. Hverjir verða næstir, og hvernig fer þá? Verða skip í nálægð, og er víst að veður verði sæmilegt, svo að tiltök verði að fara í bátana? Svo spyrja menn. "Menja" var smíðuð í Hamborg árið 1920. Hún var 296 br. smálestir að stærð. Félagið "Grótti" átti hana. Skipstjóri var Kolbeinn Þorsteinsson. Framkvæmdarstjóri "Grótta" er Hjalti Jónsson. Skipið var vátryggt hjá "Trolle & Rothe", og er vátryggingarupphæðin um 400 þús. krónur.
Um nóttina var hægviðri, en þó var allmikil alda. Hafði aflast dável, og mun hafa látið nærri, að "Menja" hafi haft um 20 tn. lifrar á föstudagskvöldið. Kl. 2 um nóttina tók kyndari eftir því, að sjór fór að koma í vélarrúmið. Streymdi hann allört upp, og fór kyndarinn því inn til yfirvélmeistarans og sagði honum tíðindin. Vélmeistari vildi í fyrstu vart trúa, en fór þó niður í vélarrúmið. Var þá sjórinn þar í ökla. Nú var skipstjóra gert aðvart. Var þegar tekið að dæla og varpan dregin upp. En dælurnar höfðu ekki við. Sjórinn jókst í skipinu, og ómögulegt reyndist að komast að lekastaðnum. Neyðarfáni var dreginn upp, eimpípan blés og þeir af skipshöfninni, er sváfu, voru vaktir. Bátar voru settir út, og tók það alllangan tíma. Kl. um 31/2 kom togarinn "Imperialist" og fór öll skipshöfnin af "Menju" yfir í hann. Skömmu seinna bar að "Surprise", og kvaðst skipstjóri vera á leið heim.
Fór þá "Menju" skipshöfnin yfir í "Surprise". En kL 4 og 40 mínútur seig "Menja" í djúpið. "Surprise" lagði af stað heimleiðis kl. 10 f. h. á laugardag, og eins og sagt hefir verið, kom hann til Hafnarfjarðar kl. 7 í gærmorgun. Skipverjar á "Menju" héldu lífi og limum, en mistu allan sinn farangur. Á þinginu í vetur kom íhaldið í veg fyrir það, að fram næði að ganga lög um skyldu útgerðarmanna til að tryggja föt og farangur skipverja, þó að svo sé ákveðið í sjólögum margra annara þjóða, að útgerðinni beri að greiða skipshöfnum tjón á fötum og farangri, er þeir verða skipreika. "Menja" sökk án þess að hún ræki sig á önnur skip ,sker eða ís. Ís var ekki einu sinni. nokkurs staðar sjáanlegur. Fólk er slegið ótta, sem vonlegt er. Hverjir verða næstir, og hvernig fer þá? Verða skip í nálægð, og er víst að veður verði sæmilegt, svo að tiltök verði að fara í bátana? Svo spyrja menn. "Menja" var smíðuð í Hamborg árið 1920. Hún var 296 br. smálestir að stærð. Félagið "Grótti" átti hana. Skipstjóri var Kolbeinn Þorsteinsson. Framkvæmdarstjóri "Grótta" er Hjalti Jónsson. Skipið var vátryggt hjá "Trolle & Rothe", og er vátryggingarupphæðin um 400 þús. krónur.
Alþýðublaðið. 11 júní 1928.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 787
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194562
Samtals gestir: 83786
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:32:45