10.02.2017 14:59
S. t. Jeria GY 224.
Grimsbytogarinn
Jeria talinn af
Menn ætla að enski botnvörpungurinn Jeria frá Grimsby hafi
farist með allri, áhöfn undir Látrabjargi í aftaka vestan veðri síðdegis í gær.
Fréttaritari útvarpsins á Patreksfirði símaði í dag á þessa leið: Aftaka veður
af vestri með hríðaréljum gerði vestanlands í gær, og lágu margir togarar á
Patreksfirði. Um kl. 16 í gærdag fóru 3 þessara togara, Lord Plewder, Reef
Flower og Stoke, allir enskir, til þess að aðstoða enska togarann Jeria frá
Grimsby, sem rak þá að landi sunnan við Látrabjarg. Hafði hann misst
reykháfinn. Vél skipsins var hætt að ganga og ljósin sloknuð, og rak skipið
stjómlaust undan stormi og straum. Í gærkveldi fóru 10 menn frá Hvallátrum
undir forustu Daníels Eggertssonar út á Bjarg og höfðu með sér eldsneyti, til
þess að geta kynt bál, ef vera kynni að þeir sæi eitthvað til skipsins.
Átti
bálið að vísa þeim þrem togurum, er voru að Ieita úti fyrir ströndinni, hvar
Jeria væri, ef hans yrði vart. Mennirnir komu heim kl. 21 í gærkveldi og sögðu
að verið hefði slíkt aftakaveður, að tæplega hafði verið stætt, og stórbrim
undir Látrabjargi, en til togarans sáu þeir ekkert. KI. 18,20 í gærkveldi
kallaði skipstjórinn á Jeria í 4 mínútur til allra skipa, skeyti það sem hér
fer á eftir: "Höfum misst reykháfinn. Rekum að landi milli háfjalls og Látrabjargs.
Móttakarinn er bilaður." Samband slitnaði snögglega og heyrðist ekkert til
Jeria eftir það. Togarinn Lord Plewder fór mjög nærri Látrabjargi tvívegis í
nótt. Skyggni var fremur gott, en ekkert sást til Jeria. Í morgun fóru 6 menn
frá Látrum til þess að leita frá Bjargtöngum og inn með Bjargi, og er búist við
að þeir komi aftur um kl.18 í kveld. Einnig er búist við að leitað verði frá
Rauðasandi. Ensku togararnir héldu áfram 'leitinni í dag.
Síðar í dag símaði fréttaritari útvarpsins á Patreksfirði á þessa leið: Talið
er alveg víst að togarinn Jeria hafi strandað og áhöfnin farist, Fregn kom um
það frá Rauðasandi klukkan 14 í dag, gegnum simstöðina á Hvalskeri, að nokkrir
menn þaðan hefðu farið af stað kl. 21 í gærkveldi og voru þeir á ferðinni alla
nóttina að leita skipsins. Þegar þeir komu út eftir sandinum að bænum Brekku,
sem er ysti bærinn á Rauðasandi, nú eyðibýli, fóru þeir að finna ýmiskonar dót
rekið, svo sem fiskkassabrot, dót úr björgunarbátum, tvo hluta úr
bjarghringunum með fullu nafni skipsins, og eftir því sem sunnar dró fundu þeir
því meiri reka, og er álitið að skipið hafi strandað og eyðilagst samstundis út
undir Lambahlíð, sem er mjög nálægt bænum Keflavík, sem einnig er eyðibýli. Er
talið vonlaust öllum skipum, er stranda í vondu veðri á leiðinni frá
Bjargtöngum að Rauðasandi. Mennirnir er leituðu fóru allir út á Keflavíkurbjarg
svonefnt, en í morgun er þeir sendu mann til Hvalskers, að síma hingað
fréttirnar, höfðu enn engin lík fundist.
Slysavarnafélagi íslands barst skeyti um það í gærkveldi, að 6 menn frá
Hvallátrum hefði lagt aftur af stað, til þess að hyggja að skipinu. Gengu þeir
nú eftir Látrabjargi og fundu engan reka utan Keflavíkurbjargs, en í Keflavík
og þar í grend fundust 2 hveitipokar, ómerktir, og var annar furðu lítið
blautur, tvennar nýjar buxur, peysa og sokkar, töluvert af litlum Hessianpokum,
hlutar úr þilfari, mahognibútar, snerlar af stýrispallshurð, dálítið af þorski
og karfa og nokkuð af braki.
Jeria var nýlegt skip, smíðað 1930, 144 smálestir netto, með um 700 ha. vél.
Eigi er kunnugt um hve margir menn voru á skipinu, en sennilegt er, að þeir
hafi verið 15 eða 16.
Vísir. 24 janúar 1935.