Byr NK 77 var smíðaður í Skipasmíðastöð Mersellíusar Bernharðssonar á Ísafirði árið 1955. Eik. 17 brl. 72 ha. June Munktell vél. Eigandi var Haraldur Hjálmarsson útgerðarmaður í Neskaupstað frá 1 júní sama ár. Ný vél (1958) 162 ha. MWM díesel vél. Seldur 17 desember 1960, Sigurbirni Kristjánssyni, Sigtryggi Kristjánssyni og Kristjáni Sigurjónssyni á Húsavík, báturinn hét Fanney ÞH 130. Ný vél (1970) 162 ha. MWM díesel vél. Seldur 10 apríl 1976, Pálma Karlssyni á Húsavík, hét Helga Guðmundsdóttir ÞH 133. Seldur 29 mars 1978, Húnaröst h/f á Skagaströnd, báturinn hét Húni HU 2. Seldur 14 september 1981, Karel Karelssyni og Gunnari Jónssyni í Hafnarfirði, hét Haftindur HF 123. Seldur 5 nóvember 1982, Eggert Björnssyni og Ásgeiri Árnasyni í Stykkishólmi, hét Gísli Gunnarsson ll SH 85. Frá 7 janúar 1987, hét báturinn Gísli Gunnarsson ll SH 285. Hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá 1 október árið 1987.
Byr NK 77 nýsmíðaður á Ísafirði árið 1955. (C) Áslaug Helgudóttir.
Í fyrradag bættist norðfirzka flotanum nýr fiskibátur.
Nefnist hann "Byr" og eru einkennisstafir hans N. K. 77. Eigandi bátsins er
Haraldur Hjálmarsson, útgerðarmaður. "Byr" var smíðaður í skipasmíðastöð
Marselliusar Bernhardssonar á Ísafirði og er 24. báturinn, sem stöðin smíðar.
Kaupverð bátsins hefur ekki verið gert upp endanlega, en mun vera um 400 þús.
kr. Stærð bátsins mældist 16.82 lestir. Í honum er June-Munktell diesel vél
fjögurra strokka 64-72 ha. Í bátnum er svokallað þingeyrarspil, vökvadrifið og
flestir hlutir úr járni s. s. dæla og stýrisútbúnaður, var smíðað á Þingeyri.
Byr fór í fyrsta róðurinn í gærkvöld, með færi, en mun síðar róa með línu.
Austurland óskar Haraldi Hjálmarssyni til hamingju með bátinn.
Austurland. 17 júní 1955.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.