13.02.2017 17:50
1395. Kaldbakur EA 301. TFBC.
Kaldbakur EA
301
19. desember s.l. kom skuttogarinn Kaldbakur EA 301 til
heimahafnar sinnar, Akureyrar, í fyrsta sinn. Kaldbakur EA er 4. skuttogarinn
sem Útgerðarfélag Akureyringa h. f. eignast og fljótlega mun sá 5. bætast við,
Harðbakur EA. Kaldbakur EA er smíðaður hjá spönsku skipasmíðastöðinni
Astilleros Luzuriaga S. A., Pasajes de San Juan og er smíðanúmer 313. Áður
hafði stöðin smíðað fjóra skuttogara fyrir Íslendinga eftir sömu teikningu.
Fyrsti skuttogarinn af þessari gerð var Bjarni Benediktsson RE 210 (sjá 2. tbl.
'73), en hinir þrír eru Júní GK, Snorri Sturluson RE og Ingólfur Arnarson RE.
Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á Kaldbak frá fjórum fyrstu og má þar helzt
nefna véla og vindubúnað, sem er af annarri gerð.
Skuttogarinn er byggður skv. reglum Lloyd's Register of Shipping og flokkað
+100 Al, Stern Trawler, Ice Class 3, + LMC. í 11. tbl. Ægis 1973 er
fyrirkomulagsteikning af þessari skuttogaragerð, sem er með tvö heil þilför
stafna á milli, lokaðan hvalbak fremst á efra þilfari og yfirbyggingu á tveimur
hæðum aftast á hvalbaksþilfari, íbúðarhæð og brú. Undir neðra þilfari eru
fremst hágeymar fyrir sjó kjölfestu og brennsluolíu; fiskilest með botngeymum
undir lest fyrir brennsluolíu; vélarúm og aftast geymar fyrir brennsluolíu og
ferskvatn. Á neðra þilfari eru íbúðir, vinnuþilfar, fiskmóttaka,
stýrisvélarrúm, veiðarfærageymslur o. fl. Í hvalbak er geymsla, íbúðir og klefi
fyrir togvindumótor. Aftarlega á togþilfari eru þilfarshús út í síðum, en þar
eru geymslur o. fl. Samtals eru íbúðir fyrir 31 mann, sem samanstanda af 11
eins manns klefum, 7 tveggja manna og einum 6 manna klefa. Að auki er svo
sjúkraklefi með tveimur hvílum.
Skipið er búið tveimur aðalvélum frá MAK, gerð 6M 452 AK, og skilar hvor um sig
1420 hö við 410 sn/mín. Niðurfærslugír er frá Renk, gerð ASL2xl00 S með
niðurfærslu 2:1. Skiptiskrúfubúnaður er frá Kamewa, skrúfa 4ra blaða, þvermál
3100 mm. Inn á gírinn tengjast tveir 550 KVA, 3x380 V, 50 Hz riðstraumsrafalar
frá Indar, hvor rafall. Riðstraumsmótor, 550 hö að stærð, knýr 355 KW, 440 V
jafnstraumsrafal, sem sér rafmótor togvindu fyrir orku. Omformer þessi er frá
AEG. Hjálparvélar eru tvær frá MWM, gerð TD-232-V12, 256 hö við 1500 sn/mín.
Við hvora vél er Indar riðstraumsrafall, 200 KVA, 3x380 V, 50 Hz. Af öðrum
vélabúnaði má nefna ferskvatnsframleiðslutæki frá Atlas, gerð AFGU 3, afköst 10
tonn á sólarhring og austurskilvindu frá Akers sem afkastar 10 tonn á
sólarhring. Stýrisvél er frá Brusselle, gerð HSCE. 185R, snúningsvægi 14,2 tm
við 35° útslag.
Ægir. 1 janúar 1975.