25.02.2017 12:08
7. Anna SI 117. TFBZ.
Anna SI 117 var smíðuð í Zaandam í Hollandi árið 1960. 150 brl. 500 ha. Kromhout díesel vél. Eigandi var Þráinn Sigurðsson á Siglufirði frá 17 desember árið 1960. Skipið var selt 28 maí 1970, Skrúðsbergi h/f á Fáskrúðsfirði, hét Anna SU 3. Selt 14 mars 1974, Sverri h/f í Grindavík, skipið hét Anna GK 79. Ný vél (1975) 640 ha. Samofa díesel vél. Selt 16 mars 1978, Önnu h/f í Stykkishólmi, hét Anna SH 35. Selt 10 október 1979, Skagabergi s/f á Akranesi, hét Anna AK 56. Ný vél (1980) 640 ha. Mitsubishi díesel vél. Selt 2 janúar 1984, Rækjunesi h/f í Stykkishólmi, hét Anna SH 122. Skipið var endurmælt 26 febrúar 1985, mældist þá 132 brl. Skipið var selt 16 janúar 1990, Ósk h/f í Vestmannaeyjum, hét Freyr VE 700. Selt 31 maí 1991, Eyjavík h/f í Vestmannaeyjum, hét þá Sigurvík VE 700. Selt 15 apríl 1994, Goðaborg h/f í Vestmannaeyjum, hét Stokksnes VE 700. Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá 14 febrúar árið 1995.



Anna SI 117 með síldarfarm á Seyðisfirði. Ljósmyndari óþekktur.
Anna SI 117. (C) Hafsteinn Jóhannsson.
Anna SI 117 með fullfermi síldar á Siglufirði. Ljósmyndari óþekktur.
Nýtt skip
til Siglufjarðar
Annan jóladag s.l. kom til Siglufjarðar nýr 150 tonna
stálbátur, smíðaður í Hollandi. Báturinn heitir Anna S.I. 117. Eigandi bátsins
er Þráinn Sigurðsson, útgerðarmaður. Anna er hið vandaðasta skip að sjá, og
búin ýmsum nýtízku útbúnaði og tækjum. Skipstjóri er Jón Guðjónsson og
vélstjóri Egill Kristinsson. Síðan um áramót hefur Anna stundað línuveiðar með
útilegum, en mun nú sigla með aflann á erlendan markað.
Einherji. 26 janúar 1961.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30