28.02.2017 11:41
B. v. Geir RE 241. TFED.
Nýsköpunartogarinn
Geir á leið til landsins
Nýsköpunartogarinn Geir, sem er eign hlutafjelagsins Hrönn
h. f. hjer í Reykjavík, er væntanlegur hingað seint á mánudagskvöld eða á
mánudagsmorgun. Geir er byggður eftir sömu teikningum og Akurey, í
skipasmíðastöðinni í Beverley. Hinum nýja togara var siglt áleiðis til
Reykjavíkur á fimtudagsmorgun frá Grimsby. Þorgeir Pálsson framkvstj.
útgerðarfjelagsins kemur með togaranum. Skipstjóri er Jóhann Stefánsson. Hann
var skipstjóri á gamla Geir er fjelagið seldi til Færeyja.
Morgunblaðið. 2 nóvember 1947.
Nýsköpunartogarinn
Geir kominn.
Í gærmorgun kom nýsköpunartogarinn Geir hingað til bæjarins.
Geir er eign útgerðarfélagsins Hrannar h.f. Togarinn var fánum skreyttur, þegar
hann lagðist við Ingólfsgarð. Hann mun hefja veiðar, þegar búið er að setja
lýsisbræðslutæki í hann.
Vísir. 4 nóvember 1947.