02.03.2017 12:49

Björn austræni SI 8. TFMK.

Björn austræni SI 8 var smíðaður í Drammen í Noregi árið 1904. Járn. 70 brl. 70 ha. 2 þennslu gufuvél. Hét Samnöy áður en það kom til landsins. Eigandi var Friðrik Guðjónsson útgerðarmaður á Hellissandi frá 7 júní 1937. Skipið hét þá Björn austræni SH 8. 18 ágúst 1937 flutti Friðrik með skipið til Siglufjarðar, fær þá skráninguna SI 8. Ný vél (1942) 130 ha. Völund vél. Skipið var endurmælt sama ár, mældist þá 73 brl. Skipið strandaði við austanverðan Eyjafjörð (Gjögur) 5 nóvember 1943. Áhöfnin, 7 menn, bjargaðist á land og gekk yfir fjallgarðinn til Þorgeirsfjarðar og komust að bænum Þönglabakka. Reynt var að ná skipinu út en það tókst ekki og eyðilagðist það á strandstað.


Björn austræni SI 8.                                                                                  Ljósmyndari óþekktur.


    Línuveiðarinn Björn austræni strandar

Línuveiðarinn "Björn austræni" strandaði síðastl, föstudagsmorgun við Gjögur, yst í Eyjafirði að austan. Vonskuveður var og dimmt. Mannbjörg varð og gekk skipshöfnin yfir fjallgarðinn til Þorgeirsfjarðar og dvelur nú að Þönglabakka. Samkvæmt símtali við, Siglufjörð í gær, fór björgunarskútan Sæbjörg, sem var stödd á Siglufirði, að skygnast eftir skipinu og varð vör, við það í fjörunni milli Látra og Kjálkaness. Lá það þar á hliðinni að mestu leyti á þurru landi. Sæbjörg mun í dag, ef veður leyfir, athuga möguleika á að ná skipinu út. Björn austræni er 72 smálestir með 135 ha. vjel. Eigandi skipsins er Friðrik Guðjónsson útgerðarmaður á Siglufirði.

Morgunblaðið. 7 nóvember 1943.

Flettingar í dag: 1224
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 2965
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 1197964
Samtals gestir: 83841
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 07:57:19