02.03.2017 12:49
Björn austræni SI 8. TFMK.
Línuveiðarinn
Björn austræni strandar
Línuveiðarinn "Björn austræni" strandaði síðastl,
föstudagsmorgun við Gjögur, yst í Eyjafirði að austan. Vonskuveður var og
dimmt. Mannbjörg varð og gekk skipshöfnin yfir fjallgarðinn til Þorgeirsfjarðar
og dvelur nú að Þönglabakka. Samkvæmt símtali við, Siglufjörð í gær, fór
björgunarskútan Sæbjörg, sem var stödd á Siglufirði, að skygnast eftir skipinu
og varð vör, við það í fjörunni milli Látra og Kjálkaness. Lá það þar á
hliðinni að mestu leyti á þurru landi. Sæbjörg mun í dag, ef veður leyfir,
athuga möguleika á að ná skipinu út. Björn austræni er 72 smálestir með 135 ha.
vjel. Eigandi skipsins er Friðrik Guðjónsson útgerðarmaður á Siglufirði.
Morgunblaðið. 7 nóvember 1943.