04.03.2017 16:11

2891. Kaldbakur EA 1. TF??.

Kaldbakur EA 1 var smíðaður hjá Cemre Shipyard Yalova í Istanbúl í Tyrklandi árið 2017 fyrir Útgerðarfélag Akureyringa ehf á Akureyri. 2.080 bt. (engar upplýsingar um vélartegund eða hestöfl enn). Skipið er 62 m á lengd og 13,5 á breidd. Kaldbakur leisir af hólmi eldra skip með sama nafni, ber raunar nafnið Sólbakur EA 301 í dag, en hefur þjónað Ú.A síðan árið 1974. Áætlað er að skipið kosti um 2,4 milljarða tilbúið á veiðar. Nú tekur við vinna að gera skipið klárt til veiða. Meðal annars verður sett upp ný aðgerðar og vinnslulína í skipið hjá Slippstöðinni á Akureyri. Reiknað er með að Kaldbakur haldi til veiða í byrjun júní. Það var Haukur Sigtryggur Valdimarsson á Dalvík sem sendi mér þessar myndir af togaranum þegar hann kom til heimahafnar í morgun. Þakka ég honum kærlega fyrir afnotin af þessum fallegu myndum sem hann tók á Akureyri í blíðunni þar í morgun.


2891. Kaldbakur EA 1 á Pollinum á Akureyri.                         (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


2891. Kaldbakur EA 1.                                                        (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


2891. Kaldbakur EA 1.                                                        (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


2891. Kaldbakur EA 1.                                                        (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


Skipstjórinn Sigtryggur Gíslason á brúarvængnum.               (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


Fjöldi fólks fagnaði komu skipsins til Akureyrar.                   (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


Gamli Kaldbakur. Heitir í dag Sólbakur EA 301.                     (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.
Flettingar í dag: 787
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194562
Samtals gestir: 83786
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:32:45