06.03.2017 13:33

L. v. Ólafur Bjarnason MB 57. LBMF / TFWE.

Línuveiðarinn Ólafur Bjarnason MB 57 var smíðaður í Wesermunde í Þýskalandi árið 1912. 197 brl. 300 ha. 2 þennslu gufuvél. Hét áður August Pieper. Eigandi var Bjarni Ólafsson útgerðarmaður á Akranesi frá 12 október 1929. Skipið var selt 14 mars 1940, Þórði Ásmundssyni, Ólafi Bjarnasyni & Co og Bjarna Ólafssyni & Co á Akranesi. Fær þá skráningarnúmerið AK 57. Selt 18 júlí 1942, Ásmundi h/f á Akranesi. Selt 22 desember 1951, Jóni Hjaltalín í Garðahreppi. Selt 16 desember 1952, Jóni Sigurðssyni í Reykjavík. Skipið var selt 9 janúar 1953, Guðmundi Kolka og Hallgrími Oddssyni í Reykjavík, skipið hét Rafn GK 72. Selt í brotajárn til útlanda og tekið af skrá 27 júní árið 1956.


Línuveiðarinn Ólafur Bjarnason AK 57. (ex MB 57).                                    (C) Óttar Guðmundsson.


L.v. Ólafur Bjarnason MB 57. Líkan Óttars Guðmundssonar.                      (C) Þórhallur S Gjöveraa.


Ólafur Bjarnason MB 57. Líkan Óttars Guðmundssonar.                           (C) Þórhallur S Gjöveraa.


Ólafur Bjarnason MB 57.                                                                       (C) Þórhallur S Gjöveraa.


Ólafur Bjarnason MB 57.                                                                       (C) Þórhallur S Gjöveraa.

  Fjórir menn farast í lendingu á Akranesi

Bjarni Ólafsson skipstjóri og þrír hásetar hans

Það sviplega slys vildi til á Akranesi s.l. sunnudagsmorgun, að fjórir menn druknuðu svo að segja í flæðarmálinu. Vildi slysið þannig til, að bát hvolfdi, sem þeir voru að koma á til lands úr línuveiðaranum Ólafi Bjarnasyni. Tveir menn, sem voru í bátnum, komust af. Mennirnir sem fórust voru:
Bjami Ólafsson, skipstjóri, 54 ára . Hann lætur eftir sig ekkju og einn son, sem stundar læknisfræðinám í Háskólanum óg tvær uppeldisdætur.
Tómas Jóhannes Þorvaldsson, Bragagötu 4, Akranesi, 28 ára . Ókvæntur, en fyrirvinna aldraðrar móður og yngri systkina sinna.
Teitur Benediktsson, Suðurgötu 37, Akranesi. 34 ára . Lætur eftir sig ekkju og þrjú ungbörn.
Jón Sveinsson, Akri, Akranesi, 44 ára . Ókvæntur. Bjó hjá aldraðri móður sinni. Þeir, sem komust af voru:
Jón Ólafsson og Páll Sveinsson. Slysið vildi til um 10 leytið á sunnudagsmorguninn. Línuveiðarinn Ólafur Bjarnason kom á laugardag úr veiðiför. Aflanum var skipað upp samdægurs, en síðan var skipinu lagt út á skipaleguna á Krossvík, þar sem ótrygt þótti að láta það liggja við bryggju sökum hvassviðris og kviku. Flestir skipverjar voru í landi aðfaranótt sunnudagsins, en um borð var skipstjórinn, og eigandi skipsins, Bjarni Ólafsson. Hafði hann lagt svo fyrir, að hann yrði sóttur á skipsbátnum kl. 10 á sunnudagsmorgun.
Bjarni Guðmundsson, stýrimaður fór ásamt fjórum hásetum í skipsbátnum um borð til að sækja skipstjórann. Talsverður sjógangur var og hvasst af suðvestri, en bjart veður. Þegar um borð í línuveiðarann kom, varð Bjarni stýrimaður eftir um borð, en Bjarni skipstjóri og Jón Sveinsson háseti, sem verið hafði um borð um nóttina fóru í bátina. Í bátnum voru einnig hásetarnir fjórir, sem farið höfðu með stýrimanni um borð, en það voru þeir Páll Sveinsson, Teitur Benediktsson, Jón Ólafsson og Tómas J. Þorvaldsson. Þessir sex menn lögðu af stað í bátnum til lands og ætluðu að lenda í Teigavör, sem er skamt fyrir norðan hafnargarðinn. Í þessari vör er ávalt lent smábátum þeim, sem notaðir eru til þess að fara í á milli lands og fiskibáta þeirra, sem hafa legu á Krossvík. Tangi skagar í sjó fram vestanvert við vörina og þegar brim er og lásjávað brýtur frá tanganum yfir vörina. Þegar þeir fjelagar voru komnir rjett að tanganum, skullu þrjár öldur yfir frá
tanganum og biðu þeir meðan ólagið reið yfir, en eins og kunnugt er, falla venjulega þrjár öldur hver á eftir annari. Héldu þeir síðan inn í vörina, en þá skeði það" sem sjaldan skeður, að fjórða aldan skall á strax eftir þeim þrem og fyllti það ólag bátinn og hvolfdi honum. Fóru allir, sem í bátnum voru í sjó- inn. Þetta vildi til mjög skammt frá landi. Í fjörunni biðu nokkrir skipverjar af Ólafi Bjarnasyni ásamt fleirum, sem ætluðu að hjálpa til að setja skipsbátinn þegar hann kæmi að landi. Þegar mennirnir, sem í landi voru sáu slysið, brugðu þeir strax við og settu tvo báta á flot. Það er siður Akurnesinga, að taka árar og ræði úr bátum sínum og geyma í læstum skúrum þegar bátarnir standa uppi. Fór nokkur tími í að komast af stað, til að bjarga mönnunum. 
Þegar fyrri báturinn var kominn út á vörina, þar sem slysið hafði orðið voru tveir af mönnunum horfnir, þeir Teitur Benediktsson og Jón Sveinsson. Bjarni skipstjóri og Tómas Þorvaldsson flutu. Jón Ólafsson helt sjer uppi á sundi skammt frá bátnum, en Páll Sveinsson hélt sjer í bátinn. Jón Ólafsson var aðframkominn og hrópaði á björgunarmennina að  flýta sjer. Var honum fyrst bjargað hálf meðvitundarlausum og var síðan náð í Pál, sem enn hjekk í bátnum. Hinn báturirnn náði í þá Bjarna og Tómas og voru þeir báðir meðvitundarlausir. Páll náði sjer svo fljótt að hægt var að fara með hann heim til sín, en með hina þrjá var farið í næsta hús, sem Teitur Stefánsson trjesmíðameistari á. Þrír læknar, sem eru á Akranesi komu strax á vettvang og hófu lífgunartilraunir með aðstoð annara manna . Var lífgunartilraununum haldið áfram í fullar tvær stundir, en þær reyndust árangurslausar á þeim Bjarna og Tómasi. Jón Ólafsson var mjög dasaður en fyrir nákvæma og góða hjúkrun hresstist hann brátt. Lík þeirra Teits og Jóns Sveinssonar voru ófundin í gærkvöldi, þrátt fyrir nákvæma leit í gær og í fyrradag. Þetta átakanlega slys setti þegar sorgarsvip á Akranes. Akranes á þar að baki að sjá fjórum dugnaðarmönnum og meðal þeirra hinum landskunna skipstjóra og aflamanns.

Morgunblaðið. 21 febrúar 1939.

Flettingar í dag: 787
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194562
Samtals gestir: 83786
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:32:45