12.03.2017 15:14

17. Ásbjörn RE 400. TFWH.

Ásbjörn RE 400 var smíðaður í Florö í Noregi árið 1963 fyrir Ísbjörninn hf í Reykjavík. 192 brl. 495 ha. Lister díesel vél. Skipið var selt 7 desember 1971, Þorláksvör hf í Þorlákshöfn, hét Búrfell ÁR 40. Skipið var endurmælt í desember 1971, mældist þá 149 brl. Selt 15 desember 1975, Hafnarbergi hf í Þorlákshöfn. Ný vél (1977) 495 ha. Lister Blackstone díesel vél. Selt 13 júní 1978, Saltver hf í Keflavík, hét Búrfell KE 140. Frá 4 júlí 1991 hét skipið Búrfell KE 45. Selt 31 janúar 1992, Samherja hf á Akureyri, hét Búrfell EA 930. Talið ónýtt og tekið af skrá 24 nóvember árið 1992. Um svipað leyti mun Austfirðingurinn Bergþór Hávarðsson hafa keypt skipið og ætlað að gera það upp og nota til skemmtisiglinga á suðrænum slóðum. En ekkert varð af því og mun skipið hafa verið rifið um og eftir aldamótin síðustu.


Ásbjörn RE 400 á siglingu.                                                                   (C) Hafsteinn Jóhannsson.
Flettingar í dag: 294
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 2672
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 973477
Samtals gestir: 69397
Tölur uppfærðar: 8.9.2024 05:22:52