13.03.2017 11:35
B. v. Pétur Halldórsson RE 207. TFAH.
Guðmundur Daníelsson loftskeytamaður á Pétri Halldórssyni tók þessa mynd af honum 8 maí árið 1961, eða daginn áður en lagt var af stað í miðin við Vestur-Grænland. Gefum Guðmundi orðið,:
"Það vill svo til að þessa mynd tók ég af Pétri nýskveruðum 8. maí 1961 , en daginn eftir lögðum við í hann á salt til Vestur Grænlands . Þarna var nýbúið að setja nýjan Kelvin Hughes radar í skipið , sem var mikið öryggi að hafa þá tvo . Það voru 48 karlar um borð , þætti sennilega ríflegt í dag , þar af margir hörkuduglegir Færeyingar . Túrinn tók 67 daga höfn í höfn , en í Reykjavík stoppuðum við stutt , en um helmingur áhafnarinnar var afmunstraður , en síðan héldum við beint til Esbjerg .
Þar var aflanum kvotlað í járnbrautarvagna sem fluttu góssið til Ítalíu . Þetta er svona smá upprifjun í tilefni myndarinnar."
Togarinn Trygve Larsen T-40-L við bryggju sennilega í Tromsö. (C) Per Eliassen.
Í gærdag kom hingað til Reykjavikur, stærsti togari flotans,
Pétur Halldórsson, sem Bæjarútgerð Reykjavíkur á og er þetta sjötti togari
fyrirtækisins. Skipstjóri er Einar Thoroddsen. Togarinn var fánum skreyttur
stafna á milli, er hann lagðist að Faxagarði. Borgarstjóri og
bæjarfulltrúar skoðuðu togarann skömmu eftir komuna.
Pétur Halldórsson er byggður í Aberdeen. Útlína skipsins er frábrugðin því, sem
hún er á hinum eldri togurum flotans og er að flestra dómi fallegri. Þessi
breyting liggur einkum í breyttu lagi á framstefni og kinnungum. Togarinn er
rúmlega 707 tonn að stærð.
Skipstjórinn Iét hið besta yfir skipi sínu, en á miðvikudagskvöld mun Pétur
Halldórsson fara í sína fyrstu veiðiför og verður þá sennilega siglt norður á
Bjarnareyjarmið, til saltfiskveiða. Fyrsti vjelstjóri togarans er Júlíus
Halldórsson, er var áður á togaranum Skúla Magnússyni, og fyrsti stýrimaður er
Jón Jónsson, er áður var annar stýrimaður á Hallveigu Fróðadóttur.