15.03.2017 17:51
Togarar við bryggju.
Hér eru nokkrir myndir af gömlu kolakynntu gufutogurunum okkar við bryggju, sumir að landa síld á 4 áratugnum, þá í Djúpavík norður í Reykjarfirði. En aðrir liggja í höfn, Nýsköpunartogararnir, þá hálfum öðrum áratug síðar eða meira, bæði norðan og sunnanlands. Þetta voru gífurlega falleg skip og það er skömm af því að ekki skuli vera til sitt hvort eintakið af þeim í landinu.





Frá Djúpavík á 4 áratugnum. Togarinn Garðar GK 25 liggur við bryggjuhausinn og bíður eftir löndun. Það gera einnig tvö önnur skip. Togarinn Kári RE 111 og utan á honum er Síldin GK 140.
(C) Guðbjartur Ásgeirsson.
Verið að landa úr togurum á Djúpavík á 4 áratugnum. Tunnuskip til vinstri og annað fyrir aftan togarana.
Togarinn lengst til hægri gæti verið Jón Ólafsson RE 279. (C) Guðbjartur Ásgeirsson.
Togarar í Reykjavíkurhöfn um 1950. Hvalfell RE 282 er innstur og næstur er Skúli Magnússon RE 202, þá Bjarni Ólafsson AK 67 og ystur er Egill rauði NK 104. (C) Ólafur K Magnússon.
Í Reykjavíkurhöfn stuttu eftir 1950. Næstur okkur er Norðlendingur ÓF 4, ex Vilborg Herjólfsdóttir VE 11, ex Bjarnarey VE 11. Þá kemur Keflvíkingur KE 19, ex GK 197 ystur, þá Egill Skallagrímsson RE 165. Innstur er Jón forseti RE 108. Aftan við hann er Ólafur Jóhannesson BA 77. Flutningaskipið þekki ég ekki. Ljósmyndari óþekktur.
Togarar við Torfunefsbryggju á Akureyri á 6 áratugnum. Harðbakur EA 3 upp við bryggjuna en ystur er Svalbakur EA 2. (C) Rúnar Vestmann.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1291
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2965
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 1198031
Samtals gestir: 83842
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:19:06