17.03.2017 19:26
1270. Mánaberg ÓF 42 selt til Múrmansk í Rússlandi.
Togarinn Mánaberg ÓF 42 hélt af landi brott í síðasta sinn í dag frá heimahöfn sinni, Ólafsfirði. Skipið hefur verið selt til Múrmansk í Rússlandi. Togarinn var smíðaður hjá Skipasmíðastöðinni Astilleros Luzuriaga S.A. í Pasajes de San Juan á Spáni árið 1972 fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur h/f, hét fyrst Bjarni Benediktsson RE 210 og kom til heimahafnar, Reykjavíkur 10 janúar árið 1973. Árið 1986 var skipið í eigu Ríkisábyrgðasjóðs og hét þá Merkúr RE 800. Skipið var svo selt 28 janúar 1987, Sæbergi h/f á Ólafsfirði og hefur borið nafnið Mánaberg síðan. Togarinn var gerður út af Ramma h/f á Siglufirði en heimahöfn þess var Ólafsfjörður. Þeir eru örugglega margir sem sjá á eftir þessu góða og aflasæla skipi, en svona er þetta bara. Ný skip munu halda áfram að bætast við fiskiskipaflotann og þau gömlu fara sína leið, í erlenda eigu eða í pottinn alræmda.







Haukur Sigtryggur Valdimarsson á Dalvík sendi mér þessar glæsilegu myndir af togaranum þegar hann hélt af stað til nýrra heimkynna í dag. Þakka Hauki kærlega fyrir afnotin af myndunum. Þetta skip hefur þjónað eigendum sínum vel á þeim rúmu 44 árum síðan það kom nýtt til landsins. Óska þessu fallega skipi velfarnaðar í framtíðinni.
Mánaberg ÓF 42. (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.
Mánaberg ÓF 42 í dag. (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.
Mánaberg ÓF 42. (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.
Mánaberg ÓF 42. (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.
Mánaberg ÓF 42 fær heiðursfylgd út fjörðinn. (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.
1270. Bjarni Benediktsson RE 210 við komuna til landsins 10 janúar 1973. (C) Morgunblaðið.
Bjarni Benediktsson RE 210 við komuna til landsins 10 janúar 1973. (C) Morgunblaðið.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30