18.03.2017 13:34

1937. Björgvin EA 311. TFFY.

Björgvin EA 311 var smíðaður hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A.S. í Flekkefjord í Noregi árið 1988 fyrir Útgerðarfélag Dalvíkinga h/f á Dalvík. 499 brl. 2.224 ha. Deutz díesel vél, 1.635 Kw. Smíðanúmer 142. Kom fyrst til heimahafnar, Dalvíkur 26 júlí árið 1988. Skipið er gert út af Samherji Ísland ehf á Akureyri í dag en heimahöfnin er Dalvík eins og alltaf hefur verið. Ég tók þessar myndir af togaranum þar sem hann lá við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn í gær.


1937. Björgvin EA 311 í Hafnarfjarðarhöfn í gær.


Björgvin EA 311.


Björgvin EA 311.


Björgvin EA 311.


Björgvin EA 311.


Björgvin EA 311.


Björgvin EA 311.                                                            (C) Þórhallur S Gjöveraa. 17 mars 2017.

                  Björgvin EA 311

Nýr skuttogari, m/s Björgvin EA 311, bættist við fiskiskipastólinn 26. Júlí s. I. en þann dag kom skipið í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Dalvíkur. Björgvin EA er smíðaður hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S, Flekkefjord í Noregi, smíðanúmer 142 hjá stöðinni, en er hannaður hjá Skipatækni hf. í Reykjavík. Björgvin EA er fimmtándi skuttogarinn, sem umrædd stöð smíðar fyrir íslendinga, en auk þess hefur stöðin séð um smíði á einum skuttogaraskrokk (Björgúlf EA) fyrir Slippstöðina. Skrokkar allra þessara togara eru smíðaðir hjá Kvina Verft í Flekkefjord, sem annast hefur þann þáttsmíðinnar fyrir Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk. Hinn nýi Björgvin kemur í stað samnefnds skuttogara, sem einnig var smíðaður hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk (afhentur í janúar 1974) fyrir sömu útgerð. Gamli Björgvin hefur nú verið seldur til Noregs. Björgvin EA er með búnaði til heilfrystingar á karfa og gráluðu, auk búnaðar til ísfiskmeðhöndlunar. Björgvin EA er í eigu Útgerðarfélags Dalvíkinga hf., Dalvík. Skipstjóri á skipinu er Vigfús R. Jóhannesson og yfirvélstjóri Hafsteinn Kristinsson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Valdimar Bragason.

Ægir. 1 ágúst 1988.


Flettingar í dag: 10741
Gestir í dag: 87
Flettingar í gær: 1066
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 1271883
Samtals gestir: 86420
Tölur uppfærðar: 17.5.2025 11:53:16