21.03.2017 13:29
M. b. Richard ÍS 549. TFGL.
Richard ÍS 549 var smíðaður í Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar á Ísafirði árið 1940 fyrir h/f Björgvin á Ísafirði. Eik. 90 brl. 2 x 88 ha. Kelvin vélar. Skipið var endurmælt í júní 1947, mældist þá 84 brl. Skipið var selt til Nýfundnalands og tekið af skrá 1 nóvember árið 1950. Það var Íslensk útgerð sem keypti Richard ásamt þremur öðrum skipum og stunduðu þar línuveiðar uns útgerðin fór í þrot og skipin seld á uppboði. Hin skipin þrjú voru, Grótta ÍS 580, Huginn l ÍS 91 og Huginn ll ÍS 92. Allir voru þessir bátar frá Ísafirði.



Richard ÍS 549 á pollinum á Ísafirði. Ljósmyndasafnið á Ísafirði.
Richard ÍS 549 í smíðum á Ísafirði árið 1939-40. (C) M. Simson.
Richard ÍS 549 í smíðum á Ísafirði árið 1939-40. (C) M. Simson.
M. b.
Richard ÍS 549
Annar
stærsti báturinn sem smíðaður hefur verið á Íslandi
M.b. Richard er smíðaður á Ísafirði í Skipasmíðastöð
Marzelíusar Bernhardssonar, er sá um smíði skipsins. Eigendur eru H.f. Björgvin
og framkvomdarstjóri þess Björgvin Bjarnason, er með þrautseigju hefir fylgt
byggingu skipsins eftir frá byrjun. Teikningu af skipinu gerði Eggert B.
Lárusson, skipasmíðameistari, er hefir leyst það prýðilega af hendi, enda var
hann áður búinn að sína hæfileika sína sem slíkur. Skipið er smíðað að mestu
leyti úr eik, ca. 90-100 smál. brúttó og ca. 40-50 smál. nettó (endanlegri
mælingu er ekki lokið).
Kjöllengd er 79 fet, breidd 17,9 fet og dýpt 9 fet. Lestin er 32 fet á lengd og áætlað að hún rúmi ca. 135-145 smál. af þungavöru og ca. 75-85 smál. af ísfiski. Olíugeymar skipsins taka 10-11 smálestir, auk 2 smurolíugeyma er rúma 4 tunnur. Gangvélar skipsins eru tvær. Kelvin-Dieselvélar, hver 88-105 hestöfl og er því Richard fyrsta skipið í íslenska flotanum er hefir 2 gangskrúfur. Skipið er raflýst, en sérstök Kelvin-Diesel ljósavél verður sett í skipið á næstunni. Landssmiðjan hefir hafið smíði á nýjum stýrisvélum með olíuþrýstingu og var sú fyrsta sett í M.b. Richard. Það er sýnilegt að lagt hefir verið mikið í að gera vistarverur skipverja sem bezta. Hásetaklefi er frammi í með 12 rekkjum, 2 klæðaskápum, 1 geymsluskáp og auk þess geymslu í öllum bekkjum. Vistarverur yfirmanna eru í yfirbyggingu úr stáli á afturhluta skipsins.
Aftast á stjórnpallinum er kortaklefi og er þaðan gengið ofan í skipstjóraherbergið sem er undir stjórnpallinum. Aftast í yfirbyggingunni er eldhús og borðsalur. Milli bátadekks og lunningar að aftan er yfirbyggt með stálplötum og kemur þar lýsisbræðsla og salerni. Skipið er að mestu leyti hitað upp með miðstöð frá miðstöðvarkatli í vélarrúmi. Öllum ber saman um ágæti skipsins og alls staðar má sjá að engu hefir verið til sparað að gera skipið sem glæsilegast. Marzelíus hefir með skipi þessu getið sér hinn bezta orðstír, og eru afrek hans að því leyti sérstæð, að hann er sjálfmenntaður. Nú hefir skipið lokið fyrstu söluferð sinni til Englands og var meðalgangur skipsins rúmar 8 mílur. Það fór vel í sjó og reyndist ágætlega. Í Englandi var tekinn um borð bergmálsdýptarmælir, er settur var í skipið er það kom til Reykjavíkur. Einnig er ákveðið að setja í það miðunarstöð.
Undanfarið hefir mikið verið rætt og ritað um það, að búa sem bezt að sínu og máltækið tekur undir með þeirri hugmynd og segir: "Sjálfs er höndin hollust". Smíðin á m.b. Richard er táknræn í þessu sambandi, og Ijós vottur þess, að ef viljinn er fyrir hendi, þá getur bátsmíðin að öllu leyti færst yfir á íslenskar hendur og að því ber að stefna. "Víkingur" óskar svo öllum, sem unnið hafa að byggingu m.b. Richards til hamingju með vel unnið starf og biður öllum Ísfirska bátaflotanum góðs farnaðar í framtíðinni.
Kjöllengd er 79 fet, breidd 17,9 fet og dýpt 9 fet. Lestin er 32 fet á lengd og áætlað að hún rúmi ca. 135-145 smál. af þungavöru og ca. 75-85 smál. af ísfiski. Olíugeymar skipsins taka 10-11 smálestir, auk 2 smurolíugeyma er rúma 4 tunnur. Gangvélar skipsins eru tvær. Kelvin-Dieselvélar, hver 88-105 hestöfl og er því Richard fyrsta skipið í íslenska flotanum er hefir 2 gangskrúfur. Skipið er raflýst, en sérstök Kelvin-Diesel ljósavél verður sett í skipið á næstunni. Landssmiðjan hefir hafið smíði á nýjum stýrisvélum með olíuþrýstingu og var sú fyrsta sett í M.b. Richard. Það er sýnilegt að lagt hefir verið mikið í að gera vistarverur skipverja sem bezta. Hásetaklefi er frammi í með 12 rekkjum, 2 klæðaskápum, 1 geymsluskáp og auk þess geymslu í öllum bekkjum. Vistarverur yfirmanna eru í yfirbyggingu úr stáli á afturhluta skipsins.
Aftast á stjórnpallinum er kortaklefi og er þaðan gengið ofan í skipstjóraherbergið sem er undir stjórnpallinum. Aftast í yfirbyggingunni er eldhús og borðsalur. Milli bátadekks og lunningar að aftan er yfirbyggt með stálplötum og kemur þar lýsisbræðsla og salerni. Skipið er að mestu leyti hitað upp með miðstöð frá miðstöðvarkatli í vélarrúmi. Öllum ber saman um ágæti skipsins og alls staðar má sjá að engu hefir verið til sparað að gera skipið sem glæsilegast. Marzelíus hefir með skipi þessu getið sér hinn bezta orðstír, og eru afrek hans að því leyti sérstæð, að hann er sjálfmenntaður. Nú hefir skipið lokið fyrstu söluferð sinni til Englands og var meðalgangur skipsins rúmar 8 mílur. Það fór vel í sjó og reyndist ágætlega. Í Englandi var tekinn um borð bergmálsdýptarmælir, er settur var í skipið er það kom til Reykjavíkur. Einnig er ákveðið að setja í það miðunarstöð.
Undanfarið hefir mikið verið rætt og ritað um það, að búa sem bezt að sínu og máltækið tekur undir með þeirri hugmynd og segir: "Sjálfs er höndin hollust". Smíðin á m.b. Richard er táknræn í þessu sambandi, og Ijós vottur þess, að ef viljinn er fyrir hendi, þá getur bátsmíðin að öllu leyti færst yfir á íslenskar hendur og að því ber að stefna. "Víkingur" óskar svo öllum, sem unnið hafa að byggingu m.b. Richards til hamingju með vel unnið starf og biður öllum Ísfirska bátaflotanum góðs farnaðar í framtíðinni.
Sjómannablaðið Víkingur. 1 október 1940.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30