28.03.2017 12:53

482. Guðmundur Þórðarson GK 75. TFSL.

Guðmundur Þórðarson GK 75 var smíðaður í Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar árið 1943. Eik. 52 brl. 120 ha. Lister díesel vél. Eigendur voru h/f Ægir og Kristinn Árnason & Co Gerðum í Garði, Gullbringusýslu frá 21 apríl 1943. Ný vél (1956) 280 ha. MWM díesel vél. Báturinn var seldur 10 október 1961, Eyri h/f í Sandgerði, sama nafn og númer. Seldur 25 janúar 1971, Braga Emilssyni á Höfn í Hornafirði, hét Fálkanes SF 77. Ný vél (1971) 368 ha. Kelvin Dorman díesel vél. Seldur 5 mars 1972, Hjálmari Elíesersyni í Kópavogi, báturinn hét Guðmundur RE 19. Ný vél (1972) 370 ha. Cummins díesel vél. Seldur 9 október 1973, Bjarna Beck, Hreiðari Pálssyni og Ríkharði Jónssyni í Ólafsvík, hét Þorleifur Magnússon SH 172. Árið 1975 var nafni bátsins breytt, hét þá Sonja B SH 172. Seldur 15 apríl 1978, Þórði Markússyni á Eyrarbakka, hét Bakkavík ÁR 100. Árið 1978 fór fram á bátnum stórviðgerð. Seldur 28 október 1980, Kristjáni Óskarssyni og Magnúsi Brynjólfssyni í Þorlákshöfn, báturinn hét Bjarnavík ÁR 13. 28 desember 1981 var skráður eigandi Suðurvör h/f í Þorlákshöfn. Seldur 29 október 1987, Bakkafiski h/f á Eyrarbakka, hét Bjarnavík ÁR 20. Seldur 2 mars 1989, Siglfirðingi h/f á Siglufirði, báturinn hét Daníel SI 152. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 13 mars árið 1992. Báturinn stendur upp á landi á Siglufirði í dag og vonandi verður hann gerður upp.


Guðmundur Þórðarson GK 75.                                                                    Ljósmyndari óþekktur.


Guðmundur Þórðarson GK 75 til vinstri,sennilega við bryggju í Keflavík.    (C) Guðbjartur Ásgeirsson.


Daníel SI 152 á Siglufirði.                                                    (C) Þórhallur S Gjöveraa. 17 júlí 2016.


Daníel SI 152 á Siglufirði.                                                    (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


Guðmundur Þórðarson GK 75. Líkan Gríms Karlssonar skipstjóra.            (C) Þórhallur S Gjöveraa.


      Guðmundur Þórðarson GK 75

Þann 8. apríl síðastliðinn hljóp af stokkunum hjá Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar nýr vélbátur, er heitir Guðmundur Þórðarson. Bátur þessi er 52 brúttó rúmlestir að stærð og hefur 100 hestafla Lister Diesel vél. Kjölurinn að bátnun var lagður snemma í ágúst 1942, en smíðin tafðist sökum efnisskorts og annarra orsaka. Eigendur bátsins eru  Ægir h. f. Gerðum og Kristinn Árnason og Co., Gerðum. Framvæmdarstjóri hans verður Finnbogi Guðmundsson, en skipstjóri Kristinn Árnason.

Ægir. 1 maí 1943.

Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30