09.04.2017 14:35

B. v. Svalbakur EA 2. TFJC.

Svalbakur EA 2 var smíðaður hjá Alexander Hall & Co Ltd í Aberdeen í Skotlandi árið 1949 fyrir Ríkissjóð Íslands. 656 brl. 1.000 ha. 3 þennslu gufuvél. Smíðanúmer 726. Kom fyrst til heimahafnar sinnar, Akureyrar hinn 5 júní sama ár. Svalbakur var skráður frá upphafi á Akureyri en komst í eigu Útgerðarfélags Akureyringa árið 1967. Togarinn var seldur í brotajárn til Spánar og tekinn af skrá 31 janúar árið 1975.


Svalbakur EA 2 að veiðum.                                                                      Ljósmyndari óþekktur.


Svalbakur EA 2 við bryggju á Akureyri.                                                       (C) Mats Wibe Lund.


Svalbakur EA 2.                                                                                          (C) Snorri Snorrason.


Svalbakur EA 2 á leið út Eyjafjörð.                                                               Ljósmyndari óþekktur.


Svalbakur EA 2 að landa í Krossanesi.                                                     Ljósmyndari óþekktur.


Þorsteinn Auðunsson skipstjóri á Svalbak í brú skipsins.                      (C) Minjasafnið á Akureyri.


Fyrirkomulagsteikning togara smíðuðum hjá Alexander Hall & Co í Aberdeen í Skotlandi.

               Svalbakur EA 2

Hinn nýi togari Útgerðarfélags Akureyringa h.f "Svalbakur" kom hingað til bæjarins aðfaranótt 5. þ m., beint frá Aberdeen, en skipið var formlega afhent umboðsmönnum félagsins af hálfu skipasmíðastöðvarinnar Alexander Hall Ltd. í Aberdeen hinn 31. f. m. Við það tækifæri flutti Sigursteinn Magnússon, aðalræðismaður, ræðu, þar sem hann lýsti ánægju íslendinga yfir viðskiptunum við skozkar skipasmíðastöðvar. Jafnframt afhenti hann fyrir hönd eigenda togarans, ljósmynd af Akureyri, en forstöðumaður skipasmíðastöðvarinnar tók á móti henni og þakkaði með ræðu. Viðstaddir hádegisverðarboð í tilefni afhendingar togarans voru, auk aðalræðismannsins og forstöðumanna skipasmíðastöðvarinnar, Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélagsins, íslenzki ræðismaðurinn í Aberdeen, fulltrúar togaraeigenda í borginni og fleiri gestir.
Í reynsluför sinni var ganghraði Svalbaks 14,02 sjómílur en meðalhraði í förinni til Íslands 13 sjómílur. Skipið reyndist vel á heimferðinni. Kunnáttumenn segja skipið hið glæsilegasta og mjög vandað. Það er af svipaðri gerð og Kaldbakur, 2 fetum lengra en hann og mun ganga eitthvað betur. Nokkuð er breytt til um útbúnað um borð í samræmi við fengna reynslu, en yfirleitt má segja að þetta skip sé af
sömu gerð og hinir svokölluðu "nýsköpunar"-togarar. Svalbakur er síðastur þeirra skipa, sem fyrrv. ríkisstjórn samdi um smíði á í Bretlandi. Skipið fer á veiðar nú um helgina. Skipstjóri er Þorsteinn Auðunsson, 1. stýrimaður er Gunnar Auðunsson, en 1. vélstjóri Bergur P. Sveinsson.

Dagur 9 júní 1949.

Flettingar í dag: 787
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194562
Samtals gestir: 83786
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:32:45