13.04.2017 15:48
1476. Hjalteyrin EA 306. TFPY.
Hjalteyrin EA 306 var smíðuð hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S í Flekkefjord í Noregi (skrokkurinn) og skipið síðan klárað hjá Slippstöðinni h/f á Akureyri árið 1977. 424 brl. 2.103 ha. Wichmann díesel vél, 1.546 Kw. Eigandi var Útgerðarfélag Dalvíkinga h/f á Dalvík frá 16 apríl árið 1977. Skipið er gert út af Samherja Ísland ehf á Akureyri í dag en heimahöfn skipsins er á Dalvík. Skipið hét áður Björgúlfur EA 312 þar til í þessari viku, en nýtt skip með þessu nafni er væntanlegt á næstunni til landsins. Ég tók þessar myndir í dag af Hjalteyrinni í Hafnarfjarðarhöfn.
Hjalteyrin EA 306 í Hafnarfjarðarhöfn.
Hjalteyrin EA 306.
Hjalteyrin EA 306.
Hjalteyrin EA 306.
Hjalteyrin EA 306.
Ekki vantaði góðgætið hjá þeim.
Hjalteyrin EA 306.
Hjalteyrin EA 306.
Hjalteyrin EA 306.
Hjalteyrin EA 306. Stjórnborðstrollið.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 434
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 1074841
Samtals gestir: 77535
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 00:59:03