16.04.2017 11:52
B.v. Baldur BA 290. LCJQ / TFBD.
Baldur RE
244 og smyglið
Nýsmíðaður botnvörpungur er kominn til landsins og heitir
"Baldur". Verður ekki um hann sagt eins og nafna hans að "fátt muni ljótt
á Baldri". Þegar lögreglan rannsakaði skipið, fannst í því mikið áfengi,
sem mun hafa átt að smygla í land. Var áfengið gert upptækt.
Tíminn. 22 október 1921.
Togarinn
Baldur bjargar 49 skipbrotsmönnum
af ensku og
hollenzku skipi við England
Togarinn Baldur bjargaði í síðustu Englandsför sinni 49
skipbrotsmönnum af tveimur skipum, öðru hollenzku en hinu ensku. Var togarinn 8
sjómílur vestnorð-vestur af Skerryvore, er hann bjargaði mönnunum. Fyrst kom
togarinn að björgunarbáti, sem var fullskipaður mönnum og reyndust þar vera 39
Hollendingar af skipinu "Simaloer", sem þýzk sprengjuflugvél hafði ráðist
á og sökkt. Höfðu skipsbrotsmennirnir verið í björgunarbátnum í tvo og
hálfan sólarhring. Rétt að þessari björgun afstaðinni komu skipsmenn auga á
annan smábát og reyndust vera í honum 10 Englendingar af skipi, sem hafði verið
skotið í kaf með tundurskeyti. Hét það "Homela". Voru þessir
skipsbrotsmenn mjög þjakaðir, enda höfðu þeir verið í bátnum í 4 sóiarhringa.
Baldur fór með alla þessa menn til Fleetwood.
Alþýðublaðið. 12 mars 1941.