20.04.2017 11:19
430. Freyr NK 16.
Freyr SU 413
Sumarið 1920 fer Sigurður Jónsson skipstjóri á Norðfirði til
Akureyrar að sækja nýjan bát fyrir Sigfús kaupmann Sveinsson á Norðfirði. Sá
bátur var nefndur Freyr SU 413, en eftir að Norðfjörður fékk kaupstaðarréttindi
1929, var hann skráður Freyr NK 16. Freyr var 15 tonna eikarbátur. Sigurður var
formaður með hann í 10 ár eða þar til 1930, að hann tekur við formennsku á
nýjum bát, er Sigfús kaupmaður lét smíða á Norðfirði 1930, og nefndist Fylkir
NK 46, og var 22 tonn.
Sjómannablaðið Víkingur 1 janúar 1971.
Tvo báta rak
á land á Norðfirði
Norðvestan hvassviðri gerði
hér í nótt og rak tvo báta á land. Hafbjörgu, sem er 28 lesta bátur, rak
upp inni á strönd og tókst jarðýtu að koma henni á flot í morgun og mun hún
lítið skemmd. Freyr, sem er 15 lesta bátur, rak á land á vestanverðri eyrinni,
þar sem fjaran er stórgrýtt og mun báturinn mikið brotinn. Ekki hefur enn verið hægt að reyna að
koma honum á flot vegna hvassviðris og heldur báturinn áfram að brotna.
Þjóðviljinn 13 nóvember 1955.