23.04.2017 11:54
Sæhrímnir ÍS 28. TFEK.
Sæhrímnir ÍS 28 var smíðaður í Frederikssund í Danmörku árið 1934 fyrir Ingvar Guðjónsson útgerðarmann á Akureyri. Eik, fura og beyki. 79 brl. 170 ha. Tuxham vél. Hét fyrst Sæhrímnir SI 80. Skipið var selt 3 maí 1939, Samvinnuútgerð Dýrfirðinga á Þingeyri, skipið hét Sæhrímnir ÍS 28. Selt 22 júní 1942, h/f Sæhrímni á Þingeyri. Ný vél (1946) 260 ha. Polar díesel vél. Selt 22 desember 1952, Gísla Halldórssyni og Sæmundi Jónssyni í Keflavík, hét Sæhrímnir KE 57. Skipið var selt 20 apríl 1954, Hraðfrystihúsinu Jökli h/f í Keflavík, sama nafn og númer. Ný vél (1959) 260 ha. GM díesel vél. Skipið var talið ónýtt vegna fúa og það síðan brennt árið 1964.
Sæhrímnir ÍS 28. Mynd á gömlu póstkorti.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 356
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074734
Samtals gestir: 77525
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 22:08:49