24.04.2017 12:15
L. v. Atli SU 460. LBWN / TFDE.
Línuveiðarinn Atli SU 460 var smíðaður í Þrándheimi í Noregi árið 1902. Stál. 74 brl. 143 ha. 2 þennslu gufuvél. Hét fyrst Hugó SI 15 og var í eigu Jórunnar B Tynes á Siglufirði frá 2 júní 1922. Skipið var selt 23 febrúar 1926, Sigfúsi Sveinssyni kaupmanni og syni hans, Guðmundi Sigfússyni á Nesi í Norðfirði, hét Atli SU 460. Þegar Neskaupstaður fékk kaupstaðarréttindi árið 1929, fékk Atli skráningarnúmerið NK 1. Skipið var talið ónýtt og rifið í Reykjavík árið 1937.
Atli SU 460 á Siglufirði með síldarfarm. Ljósmyndari óþekktur.
Atli SU 460 við Sigfúsarbryggjuna á Norðfirði. Ljósmyndari óþekktur.
Línuveiðarinn Atli SU 460 við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Ljósmyndari óþekktur.
Atli SU 460 við Sigfúsarbryggju á Norðfirði. Ljósmyndari óþekktur.
Línuveiðarinn
Atli SU 460
Árið 1927 veiddi Línuveiðarinn Atli SU 460 síld í reknet. Sigfús Sveinsson eigandi Atla þurfti að senda skipið til ketilviðgerðar í Noregi og vegna óhagstæðs fiskverðs á Íslandi ákvað hann að viðgerð lokinni að gera skipið út á Reknetaveiðar frá Álasundi. Hófust veiðarnar í janúarmánuði 1927 og voru þær stundaðar um skeið en til Norðfjarðar kom skipið að veiðum loknum í marsmánuði. Skipstjóri á Atla á þessum tíma var Benedikt Steingrímsson en áhöfnin að öðru leiti norsk, meðal annars norskur fiskilóðs.Ekki gengu þessar veiðar vel og lenti áhöfnin í ýmsum erfiðleikum. Til dæmis voru þeir Atlamenn dæmdir fyrir landhelgisbrot.
Árið 1927 hóf Norðfjarðarskip í fyrsta sinn veiðar í þorskanet og enn og aftur var það línuveiðarinn Atli sem hlut átti að máli. Mun Atli hafa hafið veiðarnar í marsmánuði, að afloknum síldveiðum í reknet við Noregsstrendur, og lagt stund á þær fram á vor. Netin voru lögð í Lónsbugt en aflanum landað á Norðfirði. Alls aflaði skipið rúmlega 168 skippund á þessum tíma. Benda heimildir til að þorskanetaveiðar hafi í einhverjum mæli verið stundaðar á Atla eftir þetta og pantaði eigandi skipsins, Sigfús Sveinsson, töluvert af þorskanetaslöngum fyrir Atlaútgerðina í árslok 1927.
Norðfjarðarsaga. 1895-1929.
Smári Geirsson.
Smári Geirsson.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 309
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074687
Samtals gestir: 77518
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 21:46:59