25.04.2017 11:51
L. v. Gola MB 35. TFEG.
Tókst Víði
að bjarga skipi hlöðnu vörum
út af Snæfellsnesi í gærdag
Vjelskipið Elsa, sem er eitt af elstu skipum flotans, sendi
út neyðarskeyti laust eftir hádegi í gær, er það var statt út af Arnarstapa.
Óstöðvandi leki var sagður kominn að skipinu og talið víst að það myndi sökkva
innan skamms. Akranesbáturinn Víðir fór Elsu til aðstoðar. Eftir fregnum er
síðast bárust ætluðu Víðismenn sér að draga hið sökkvandi skip til hafnar. Vjelskipið
Elsa var á leið til fjölmargra hafna á Vestfjörðum og var dekkhlaðin. Lestar
þess voru fullar af ýmiskonar matvælum og öðrum vörum, en á þilfari um 100
tunnur af bensíni og olíum. Skipið mun hafa farið hjeðan frá Reykjavík í
fyrrakvöld, sennilega milli kl. niu og tíu.
Um klukkan eitt síðdegis í gær er m.s. Elsa var stödd suður af Arnarstapa, kom
skyndilega að því leki. Fengu skipverjar, fimm að tölu, ekki við hann ráðið og
sendu út neyðarskeyti. þar eð fyrirsjáanlegt þótti að skipið myndi sökkva innan
skamms. Vjelskipið Víðir frá Akranesi Var nærstaddur, og mun hafa komið
skipverjum á Elsu til aðstoðar skömmu síðar. Var þá talsverður sjór kominn í
skipið, einkum í vjelarrúm þess. Á þessum slóðum var sjóveður gott. Fyrsta verk
Víðismanna, eftir að þeir komu á
staðinn, mun hafa verið að ljetta skipið.
Mun tunnunum hafa verið umskipað í
Víði, hve mörgum er ekki vitað. Aðrir menn voru við austur bæði úr vjelarrúmi
og hásetaklefa. Klukkan að ganga sex í gærkvöldi átti Slysavarnafjelagið tal
við skipstjórann á Víði. Sagðist hann ætla að reyna að draga hið sökkvandi skip
hingað til Reykjavíkur. Þá var kominn mikill sjór í það, og ekki hafði tekist
að finna hvar lekinn var. Gagnslaust var að ætla sjer að draga skipið að landi
á Snæfellsnesinu, því að mjög brimaði við land. Hafi Víðismönnum tekist að
bjarga Elsu, þá mun Víðir vera væntanlegur hingað til Reykjavíkur snemma í dag.
Vörurnar í Elsu voru vátryggðar. Skipstjóri er Grettir Jósefsson. Skipið er
eitt þeirra er þátt tóku í Grænlandsleiðangrinum á síðastliðnu ári.
Morgunblaðið. 27 apríl 1950.
Víði tókst
ekki að bjarga Elsu
Skipverjum á m.s. Víðir frá Akranesi, tókst ekki að bjarga
vjelskipinu Elsu, hingað til Reykjavíkur og sökk skipið hjer í Faxaflóa, á 50
faðma dýpi í fyrrinótt. Skipverjar allir á Elsu og einn farþegi, voru þá komnir
um borð í Víði. Við björgunartilraunirnar á m.s. Elsu, urðu nokkrar skemdir á
Víði. Mönnunum sem við björgunarstarfið unnu, tókst að bjarga öllum bensín og
olíutunnunum af þilfari Elsu yfir í Víði, en úr lest skipsins var litlu sem
engu bjargað. Víðir lagði af stað áleiðis til Reykjavíkur með Elsu, um kl. 6.30
um kvöldið. Gekk ferðin allgreiðlega fyrst í stað, en eftir því sem dýpra var
komið út í Flóann, gerðist kvika meiri,og um klukkan 9 um kvöldið slitnaði
keðjan, sem hafði verið á milli skipanna. Kl 11 um kvöldið var kominn svo
mikill sjór um borð í Elsu, að sjór renn yfir þilfarið aftast á skipinu. Lengi
vel flaut skipið þó , eða allt fram undir klukkan eitt í fyrrinótt, er það seig
í djúpið norðvestur af Malarrifsvita og skaut engu braki úr því upp á
yfirborðið.
Morgunblaðið. 28 apríl 1950.